« Föstudagurinn langi - dagur föstu og yfirbótarBreska lávarðadeildin stöðvar fyrirætlanir um spilavíti »

04.04.07

  19:15:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 147 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Tilbeiðsla, Trúarpælingar

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“

„Getið þér ekki beðið með mér eina stund?“ Þess spurði Jesús lærisveina sína í grasgarðinum. Þessum orðum Jesú er beint enn í dag til fylgjenda hans til hvatningar til að dvelja með honum á bæn. Því er hefð að biðjast fyrir í kaþólskum kirkjum að lokinni kvöldmessu á skírdag. Í Kristskirkju í Landakoti er kvöldmáltíðarmessa kl. 18 og tilbeiðsla altarissakramentisins við Jósefsaltarið til miðnættis. Í Maríukirkju við Raufarsel Breiðholti er tilbeiðslustund að lokinni kvöldmessunni sem hefst kl. 18.30. Í Jósefskirkju Hafnarfirði er messa kl. 18.30 og tilbeiðsla altarissakramentisins til kl. 21. Í Barbörukapellu í Reykjanesbæ er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Í Stykkishólmi er messa kl. 18 og tilbeiðsla til kl. 22. Á Ísafirði er messa kl. 19 og tilbeiðsla til kl. 21. Á Akureyri er messa kl. 18 og tilbeiðsla til miðnættis.

No feedback yet