« Helgihald föstudagsins langa - dags föstu og yfirbótar | Páfagarður ráðgerir að opna fréttaveitu á netinu » |
„Getið þið ekki beðið með mér eina stund?“ spurði Jesús lærisveinana í grasgarðinum að kvöldi hins fyrsta skírdags. Þessum orðum er beint enn í dag til fylgjenda hans og eru þau hvatning til að dvelja með honum á bæn. Af þessu tilefni eru bænavökur í kaþólskum kirkjum landsins og hefjast þær að lokinni kvöldmáltíðarmessu og vara til miðnættis. Fólk er beðið að fara ekki strax úr kirkjunni (eða koma aftur seinna) heldur dvelja um stund á bæn.
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið apríl-maí 2011 bls. 16-20.