« Umræða á Írlandi vegna andláts móður í kjölfar fósturlátsCaritas abundat: Hörpuleikur- og söngur »

29.11.12

  20:22:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 125 orð  
Flokkur: Trúarleg tónlist og textar

Nýr geisladiskur tileinkaður heilagri Maríu

Geisladiskur helgaður hl. Maríu

Sópransöngkonan Gréta Hergils Valdimarsdóttir hefur gefið út sólódisk sem tileinkaður er heilagri Maríu og móðurhlutverkinu. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins [1] 27. nóv. sl. á bls. 24 og einnig í þessari frétt DV[2]. Á diskinum eru ellefu lög tileinkuð hl. Maríu eftir Franz Schubert, Sigvalda Kaldalóns, Bach-Gounod, Mascagni, Vavilov, Jónas Þóri og Atla Heimi Sveinsson auk fleiri höfunda.

Í fréttunum kemur fram að Gréta hefur haldið nokkra „Ave Maríutónleika“ í kirkjum landsins á undanförnum árum. Hún kveðst hafa fengið innblástur frá móður sinni, Fanný Jónmundsdóttur listakonu sem hélt sýningu á Maríumósaíkmyndum fyrir ellefu árum. Hægt er að sjá upplýsingar um nýja geisladiskinn á Facebook hér: http://www.facebook.com/GretaHergilsAveMaria?fref=ts.

Hægt er að heyra tóndæmi af geisladiskinum á eftirfarandi YouTube tengli:

[youtube]ic1QstVET3Y[/youtube]

Bein slóð: http://www.youtube.com/watch?v=ic1QstVET3Y

[1] http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/121127.pdf, bls. 24 undir Menning.
[2] http://www.dv.is/menning/2012/11/22/helgar-gudsmodur-hljoddisk/
[3] http://www.visir.is/greta-hergils-med-utgafutonleika-annad-kvold/article/2012121129245

No feedback yet