« Páfi þvær fætur tólf presta | Páfagarður gleðst yfir því að Evrópuþingið hafnaði líknardrápi » |
Í gær og í dag, pálmasunnudag, iðaði allt af lífi og fjöri í Landakotsskóla, þar sem saman voru komnir 60–70 unglingar víða að af landinu, til að halda upp á árlegan æskulýðsdag. Þar blönduðust saman ritningarlestrar í leikritsformi, trúarsöngvar og samvera við leiki inni sem úti, hópverkefni, keppnisgreinar, en fyrst og fremst lífleg samskipti, spjall og ný kynni og kátína. Kaþólsku reglusysturnar höfðu með hjálp leikfólks veg og vanda af skipulagi og skemmtiatriðum og fór það vel úr hendi. Meðal þess, sem lukku vakti, var fótboltaleikur, þar sem annað liðið var skipað reglusystrum og prestum, hitt unglingum.
Örpistil þennan birti ég í lengri mynd í Morgunblaðinu í gær, smellið hér: Gjöful samvera á æskulýðsdegi.
Síðustu athugasemdir