« Fastan hefst á öskudagGloria eftir Vivaldi »

01.01.10

  21:56:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 105 orð  
Flokkur: Trúarleg tónlist og textar

Gaudete, gaudete! Christus est natus

Morgunblaðið greindi frá því á gamlársdag að Tim Hart, stofnandi bresku þjóðlagarokksveitarinnar Steeleye Span hafi látist 61 árs að aldri. Þess er getið hér því annað af tveim vinsælustu lögum þeirrar sveitar var latneski jólasálmurinn Gaudete. Gaudate birtist í Piae Cantiones, safni finnskra og sænskra sönglaga sem gefið var út 1582. Smáskífa með flutningi sveitarinnar á Gaudete náði 14. sæti á breska smáskífulistanum árið 1973.

Söngur þessi er einn af þrem latneskum söngvum sem hafa komist inn á lista yfir 50 vinsælustu lög Bretlands. Hin eru „Pie Jesu“ úr Requiem eftir Webber og „In Dulci Jubilo“ í flutningi Mike Oldfield.

Hér kemur tengill á flutning lagsins:

[youtube]OBZ8v9L8444[/youtube]

Heimildir: Morgunblaðið, WikiPedia.

No feedback yet