« Að fara með bæn daglega um að fóstureyðingum linniHversu vel þekki ég sjálfan mig? »

22.02.07

  17:28:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 321 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Galli og synd er ekki það sama.

Galli og synd er ekki það sama. Galli er veikleiki í skapgerð okkar sem gerir okkur auðveldara fyrir að drýgja vissar syndir. Ágallinn er varanlegur nema við losum okkur við hann.

Aftur á móti er syndin eitthvað sem við drýgjum á gefnu augnabliki.

Við skiljum betur muninn á galla og synd ef við hugsum okkur að gallinn sé rótin og syndin laufblöðin. Það er þannig með arfann sem við reynum að reita í garðinum að það er ekki nóg að slíta blöðin, við verðum einnig aðrífa upp ræturnar. Að öðrum kosti munu laufblöðin vaxa fljótt aftur. Það sama á við syndina í lífi okkar, hún mun endurtaka sig nema því aðeins að við losum okkur við þann ágalla sem veldur henni.

Að megin hluta eru ágallar mannsins sjö að tölu eftir því sem kaþólskir guðfræðingar segja okkur. Suma þeirra höfum við öll í einhverju mæli.

Fyrsti ágallinn er HROKI. Hroki er uppspretta margra synda eins og gegndarlausrar framagirni, ofurtrúar á eigin andlegri getu, hégóma, monts og svo framvegis.

Sá næsti er ÁGIRND. Ágirnd er uppspretta margra synda eins og þjófnaðar, fjársvika, arðráns, vinnusvika, okurstarfsemi og svo framvegis.

Þriðji ágallinn er LOSTI. Lostinn er uppspretta margra synda sem ganga gegn hreinlífi.

Fjórði er REIÐI. Reiðin er uppspretta margra synda eins og mannvígs, deilna, haturs, meinfýsi, skemmda á eignum og svo framvegis.

Fimmti ágallinn er ÓHÓF. Óhóf er uppspretta synda eins og ofáts og ofdrykkju.

Sjötti er ÖFUND. Öfundin er uppsprettasynda eins og rógburðar, óvildar og svo framvegis.

Sjöundi er LETI. Leti er uppspretta margra synda eins og að vanrækja fjölskylduna og vinnuna, að fara ekki til messu á sunnudögum að ásettu ráði, að biðjast aldrei fyrir og svo framvegis.

No feedback yet