« Manndrápslyfið RU-486Annað lítið dæmi um árvekni Heilags Anda »

16.02.06

  19:29:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 574 orð  
Flokkur: Persónulegir vitnisburðir

Fyrsta áþreifanlega reynslan af Heilögum Anda

Fyrstu áþreifanlegu reynsluna af Heilögum Anda öðlaðist ég þegar ég var sextán ára og tveggja mánaða gamall. Tildrögin voru þessi. Ég var að passa krakka fyrir skyldfólk úti í bæ. Þetta var um hásumar eins og veðrið gerist best í Reykjavík, í miðjum júlímánuði. Ég sat í stól í betri stofunni og var að glugga í einhverja bók vegna þess að þetta var löngu fyrir tíma sjónvarpsins.

Skyndilega heyrði ég og fann hvernig vindsveipur fór um stofuna, „aðdynjandi sterkviðris“ (P 2. 2). Börnin sváfu vært í herberginu við hliðina og ég gekk að stofuhurðinni og lokaði henni. Ég var ekkert óttasleginn og gekk því næst að stofuglugganum og rak hendina út um gluggann. Það var blankalogn, en til vonar og vara læsti ég glugganum aftur. Að þessu loknu settist ég aftur niður í stólinn og alltaf jókst vindstyrkurinn. Loks var hann orðinn svo sterkur og mikill að hárið lyftist á höfðinu. Þá rak ég hendina upp í loftið og vindurinn lék um fingurna. Allan tímann sem þetta stóð yfir, um það bil stundarfjórðung, fann ég ekki til ótta, heldur var ég gagntekinn miklum friði. Svo dró smám saman aftur úr vindstyrknum, uns hann hvarf með öllu.

Um haustið þegar skólinn byrjaði skrifaði ég Jóhannesi heitnum Gunnarssyni biskup bréf og tók að ganga í trúfræðslu til föður Jósefs Hackings. Mér er minnistætt þegar ég var í fyrsta skipti viðstaddur kaþólska messu. Jóhannes biskup kraup með rósakransinn sinn í einum bekknum og það geislaði af ásjónu hans. Ég var kominn heim.

Síðan tók djöfullinn, holdið og heimurinn að ásækja mig og um tíma varð ég trúlaus með öllu. Ég var þrjátíu og þriggja ára gamall þegar ég gekk endanlega í kirkjuna. Það var þegar Heilagur Andi áminnti mig á þetta atvik með áþreifanlegum hætti. Þar tók ég skref sem mig hefur aldrei iðrast að hafa tekið síðan í þau tuttugu og átta ár sem liðin eru.

Margir hafa svipaða sögu að segja. Mikil bænakona sem þá var lútersk sagði mér að Drottinn hefði sagt við sig stundarhátt: „Kirkjan mín er upp á hæðinni.“ Í dag er hún kaþólsk. Þess vegna þótti mér vænt um að heyra að ef til vill myndi Rétttrúnaðarkirkjan einnig byggja upp á hæðinni. Þetta eru bræður okkar og systur í trúnni.

Þannig er eitt af því fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég sný heim (Fl 3. 20) að heilsa upp á Ágústínus kirkjufaðir. Ég hef ávallt kennt til ákveðinnar samkenndar með honum. Að vísu var hann ekki jafn þungur í taumi og ég því að hann var þó aðeins 29 ára þegar hann gekk í kirkjuna. En engu að síður hef ég ýmislegt við hann að ræða, einkum hvað gerðist þarna í Marsalíu þegar vinur hans kom með afritið af verkum eyðimerkurfeðranna til hans frá Trier sem Martin ábóti frá Dumium hafði látið þýða. Það var þetta sem réði úrslitum hjá Ágústinusi. Svo er nú það.

SJÁ VEFRIT KARMELS:

http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Verk_fedranna/Verk_2.htm#K_4">

20 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Falleg grein, Jón Rafn, hreinn og tær vitnisburður. Hafðu þakkir fyrir. Sem kristnir menn eigum við að gefa af okkur, deila með öðrum reynslu okkar – andleg reynslumiðlun er ekki minna virði en áþreifanlegar gjafir. Að sitja á slíkri reynslu með því að loka hana af í hugskoti okkar er ekki í samræmi við þá skyldu okkar og köllun að bera Kristi vitni í heiminum. Guð blessi lesandann.

17.02.06 @ 02:58
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Postulinn guðdómlegi segir: „Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum“ (1 Jh 4. 16). Það er Heilagur Andi sem glæðir með okkur þessa elsku og þetta er kjarni allra kenninga heilagrar kirkju. Þegar Jóhannes af Krossi vék að þessari elsku komst hann svo að orð er hann bar hana saman við okkar mennsku verki: „Einungis örlítið af þessari hreinu elsku er dýrmætara fyrir Guð og sálina og blessunarríkara fyrir kirkjuna . . . heldur en öll þessi verk til samans“ (Ljóð andans, 29. 2).

17.02.06 @ 13:10
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Jóhannes af Krossi sagði:

Einungis þetta eina hár
sem liðaðist um háls mér hreif þig.

Hún segir jafnframt að það hafi liðast og sveiflast til um háls sinn vegna þess að í styrk þeim sem sálin hefur til að bera flýgur þessi elska til Guðs með sterkum og tíðum vængjaslætti og lætur ekkert aftra sér. Og þar sem blásturinn fær hárið til að sveiflast og liðast um háls hennar, þá gegnir hið sama um blástur Heilags Anda sem hrærir við elskunni svo að hún flýgur til Guðs. Ef þessi guðdómlegi blástur hrærir ekki við sálarkröftunum til að leggja rækt við elskuna guðdómlegu, glæða dyggðirnar ekki þessi áhrif, þó að þær séu til staðar í sálinni.

Ljóð andans, 31. 4.

Rétt hjá Jóhannesi. Það er þessi vindgustur sem glæðir dyggðirnar: „Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það“ (Jh 15. 7).

22.02.06 @ 07:32
Athugasemd from: Helgi Viðar Hilmarsson
Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Jón,

Þessi orð þín um upplifun á Heilögum Anda og eins umfjöllun þín um bænina í pistlinum um álitsgjafann hafa vakið áhuga minn. Um árabil var ég virkur í Hvítasunnuhreyfingunni en þar er mikil áherla lögð á verk H.A. Mín upplifun á H.A. var að sumuleiti töluvert frábrugðin því sem hér er lýst að ofan og að örðu leiti svipuð. Ég upplifði H.A. venjulega sem leysandi kraft sem gerði það að verkum að líkami minn hristist stjórnlaust í nokkrar sekúndur ekki ólíkt því að öflugur riðstraumur færi í gegnum mig. Þetta gerðis venjulega í tengslum við fyrirbæn þar sem lagðar voru hendur yfir mig. Á andlega sviðinu upplifði ég fjötra brotna. Dæmi um þetta sem ég man skýrt eftir voru áhyggjur af ákveðnu máli sem höfðu plagað mig í nokkra daga hurfu gersamlega. Einnig upplifði ég H.A. líkt og aðdynjanda sterkviðris, þó ekki sem vind heldur eins og að andrúmsloftið væri mettað orku. Þegar það gerðist var ég mun næmari fyrir “riðstraumi” ef beðið var fyrir mér. Ég skynjaði þetta orkusvið oftast í tengslum við fyrirbænarþjónustu þar sem hendur voru lagðar yfir fólk. Annað dæmi um þetta fyrirbrigði sem langar til að nefna gerðist í heimahúsi þegar ég og vinur minn til margra ára ákváðum að innsigla sættir sem með okkur höfðu tekist eftir áralangt ósætti með sameiginlegri bæn. Um leið og við spenntum greipar og lokuðum augunum brast þessi nærvera leiftursnökkt á eins kveikt væri í gasi sem hefði lekið út. Báðir skynjuðum við þetta eins.

Forvitnilegt væri heyra hvort þið kannist við sambærilegar upplifanir hjá fólki innan Kaþólsku Kirjunnar?

24.02.06 @ 21:59
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Sæll, bróðir Helgi.

Mér finnst orð bróðir Eysteins í Lilju alltaf jafn falleg og í reynd hefur fáum í allri kirkjusögunni auðnast að lýsa Heilögum Anda með jafn skilmerkilegum hætti:

Almáttugur Guð allra stétta,
yfirbjóðandi engla og þjóða,
ei þurfandi stað né stundir,
stað haldandi í kyrrleiks valdi,
senn verandi úti og inni,
uppi og niðri og þar í miðju,
lof sé þér um aldur og æfi,
eining sönn í Þrennum greinum.

Heilagur Andi lifir í kirkjunni og mun lifa til endatímanna og fyllir allt í öllu, ei þurfandi stað né stundir. Hann er senn verandi úti og inni, uppi og niðri og þar í miðju, það er að segja afmáir öll skil á milli himins og jarðar, leiðir okkur inn í eilífðina og gerir okkur kleift að taka þátt í tilbeiðslu öldunganna tuttugu og fjögurra á himnum hvenær sem hann knýr okkur til þess.

Þegar við glötum náð Heilags Anda stöndum við ein og hjálparlaus uppi líkt og Adam í garðinum og úthellum tárum. Adam grét svo sárt að öll mörkin og öll dýr merkurinnar tóku undir harmagrát hans: „Guð minn, hvers vegna ertu horfinn mér sjónum, hvers vegna sé ég þig ekki lengur ganga um í kvöldsvalanum? Hvar ertu Guð minn?

Þannig líður okkur þegar við glötum náð Heilags Anda vegna þess að við höfum brotið boð okkar himneska Föður þangað til við iðrumst og áköllum miskunn hans. Hversu ljúft er það ekki þegar hann birtist að nýju, Huggarinn, eins og Frelsarinn okkar kallaði hann.

Það sem hefur sannfært mig um að reynsla Hvítasunnumanna er sönn og rétt er hversu óhagganlega þeir standa við hlið kaþólsku kirkjunnar og Rétttrúnaðarkirkjunnar um helgi hjónabands karls og konu.

Þetta er það sem Drottinn sagði við lærisveinana meðan hann dvaldi á jörðinni: „En Hjálparinn, Andinn Heilagi, sem Faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt við yður“ (Jh 14. 36).

Þannig hefur Heilagur Andi ritað þennan sannleika á hjartaspjöld Hvítasunnumanna og þar með tilheyra þeir hinni útvöldu rót.

En að lýsa samfélaginu við Heilagan Anda með mennskum orðum er ekki hægt, elska hans er æðri öllum orðum mannlegrar tungu. Amen.

25.02.06 @ 08:39
Athugasemd from: Helgi Viðar Hilmarsson
Helgi Viðar Hilmarsson

Takk fyrir þetta Jón,

Er kvæðið hér að ofan úr Lilju þeirri er allir vildu kveðið hafa?

Eftir farandi texti úr greininni um álitsgjafann finnst mér athyglisverður í ljósi reynslu minnar.

“Með hliðsjón af því sem ég sagði í greininni um „Kraft Guðs og bænina“ er athyglisvert að velta henni fyrir sér sem innstillingu inn á annað orkusvið, í þessu tilviki það sem ég nefndi ofurorkusvið og hl. Páll víkur að sem dynamos (kraftinn). Og rétt er að þetta ofurorkusvið hefur áhrif á svið heilabylgna mannsheilans. Þetta svið fellur undir svið trúarsálfræðinnar og taugalíffræðinnar.”

Og svo

“Við getum nefnt það orkusvið sem er virkt í kristinni íhugun „spannungskraft.“ Þegar Guð snertir við hinu meðvitaða sviði sálarinnar dregst hún óhjákvæmilega inn á dýpra vitundarsvið sem nálgast kjarna verundar hennar. Þetta er hræringin í bæninni: Yfirskilvitleiki Guðs dregur sálina til raunnándar sinnar í kjarna verundardjúps hennar. Þannig framkvæmir Guð það sem býr honum í huga, að ummynda manninn til sinnar eigin veru:”

Nú var það þannig að margir í þeim hópi sem ég tilheyrði í áttu sambærilega reynslu og ég lýsti hér að ofan. Þrátt fyrir ágæti hennar sem slíkrar virtist mér hún ekki umbreyta fólki varanlega til batnaðar samanber ummyndun mannsins sem þú talar um.

Ég lít þannig á að raunveruleg umbreyting mannsins sé varanleg líkt og persónulegur þroski, ágætur mælikvarði á persónulegan þroska og vöxt er getan til að elska aðra menn. Af öllum þeim sem eru á hinni andlegu vegferð virðast mér vera tiltölulega fáir sem ná góðum árangri í þessum efnum. Hvað telur þú að skilji milli feigs og ófeigs?

25.02.06 @ 22:24
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Allt verður að lokum leitt saman í friði elskunnar, Kristselskunnar, eða með orðum Elísabetar af Þrenningunni:

Instaurare omnia in Christo – að hann myndi safna öllu því, sem er á himnum. og því sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi (Ef 1. 10). Það er heilagur Páll sem upplýsir mig, hann sem öðlast hafði svo djúpt innsæi inn í ráðsályktun Guðs og sagði að „hann hefði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi: að safna öllu undir eitt höfuð í Kristi.“ Heilagur Páll kemur mér enn að nýju til hjálpar sem sjálfur lagði fram lífsregluna: „Lifið því í honum,“ segir hann, „verið rótfestir í honum og byggðir á honum, staðfastir í trúnni, eins og yður hefur verið kennt, og auðugir að þakklátsemi“ (Kól 2. 6, 7).

Og það er Páll postuli sem bætti jafnframt við orðum sínum til áherslu: „En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir“ (Kól 2. 3). Hl. Páll, þessi mikli guðsmaður, upplýsir okkur einnig um vöxt sálarinnar í elskunni, þessi forni spekingur sem var innblásinn af Heilögum Anda, hvernig við vöxum í vaxtartakmarki Kristsfyllingarinnar.

Sjálfur varð hann fyrir yfirskilvitlegri uppljómun á veginum til Damaskusar (P 9. 3-5). Þetta markaði upphaf vaxtar hans í Kristi. Síðan getum við rakið þennan vöxt hans í silfurtærri lind postullegra skrifa hans. Vöxturinn í leyndardómum trúarinnar kemur reyndar hvergi betur fram heldur en í skrifum Páls postula líkt og í Efesusbréfinu þegar hann hvatti kristna samtíðarmenn sína til að keppa eftir fullþroska í trúnni „þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á Syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar“ (Ef 4. 13). Í reynd hafði þessi afstaða skotið svo djúpum rótum í honum í mætti hinnar lifandi reynslu trúarinnar, að hann nefndi þá kristnu menn sem gerði sér þessa staðreynd ekki ljósa börn í trúnni. Þegar hinir trúuðu hafa komist til trúarþroska láta þeir ekki berast áfram af kenningarvindum og hugsmíðum manna:

Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn. sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar. Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, – Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika (Ef 4. 14-16).

Hann leit á mörg trúsystkina sinna sem börn vegna þess AÐ KRISTUR HEFUR EKKI VERIÐ MYNDAÐUR Í ÞEIM: „Börn mín, sem ég að nýju el með harmkvælum, þangað til Kristur er myndaður í yður“ (Gl 4. 19). Það sem gerir reynslu Páls postula svo dýrmæta fyrir okkur sjálf á okkar tímum er sú staðreynd, að hann var sá fyrsti í hópi postulana sem hafði aldrei séð Krist með eigin augum og óx því í hinu andlega samfélagi við hann.

Við getum í reynd fylgst með vexti hans sjálfs með áþreifanlegum hætti í bréfum hans sem þannig opinbera MANNFRÆÐI KRISTSGJÖRNINGARINNAR. Eftir uppljómun hans á veginum til Damaskus (P 9. 1-9; 22. 6-11; 26. 12-18) dvaldi Páll í Arabíu (2 Kor 11. 27), því landsvæði sem nefnt er Tyrkland í daga, í þrjú ár samfleytt. Þetta hefur líklega verið einhvern tíma á árabilinu 34-37 e. Kr. Árið 39 snýr hann að nýju til baka til Jerúsalem og dvaldist hjá Kefasi í tvær vikur og hitti Jakob postula sem kominn var aftur úr trúboðsferð sinni til Spánar (Gl 1. 18). Það er á þessu tímaskeiði í lífi sínu sem hann virðist hafa verið hrifinn upp til hins þriðja himins. Árin sem í hönd fóru eru hulin móðu, en það er ljóst að á þessum tíma hafi hann „þjónað fyrir borðum,“ það er að segja hafi starfað í þjónustu kirkjunnar, en hafi hvorki notið viðurkenningar sem spámaður, en þeir voru hafðir í miklum metum í frumkirkjunni, fremur en sem postuli. Þetta sést best á því að hann er „aðstoðarmaður“ Barnabasar þegar hann fór til Antíokkíu á árunum 45-48 (P 13. 1) og allan þennan tíma verður þessi fyrrverandi og hámenntaði farísei að lúta stjórn og boðum ómenntaðra og einfaldra manna. Það er eftir dvöl hans í Antíokkíu sem hann fer í fyrstu trúboðsferð sína. Nú hefur kenningarfræðilegur grundvöllur guðfræði hans verið lagður og Kristur er orðinn honum „vísdómur frá Guði“ (1 Kor 1. 30).

Fyrstu miklu þáttaskilin í trúarvexti hans eiga sér stað eftir dvöl hans í Antíokkíu sem virðast ekki fara leynt og hann er gerður að postula og fer í fyrstu af fjórum trúboðsferðum sínum sem stóð yfir í þrjú ár. Við sjáum vöxt hans í hinni kærleiksríku þekkingu þegar við lesum bréf hans í tímaröð, en ekki eins og þeim er raðað eftir lengd í Nýja testamentinu. Það er einhvern tíma milli 40-52 sem hann skrifar Fyrsta og Annað bréfið til Þessalonikíumanna. Hér er það Kristur dómarinn sem er allsráðandi, það er að segja hér er vikið að vegi hreinsunarinnar, eða „réttlæti Krists“ (1 Kor 1. 30).
   
Næstu guðspjöllin með hliðsjón af ritunartíma eru Bréfin til Filippímanna (skrifað um 56-57) og Fyrsta og Annað bréfið til Korintumanna (skrifað 57) og Bréfið til Galatíumanna og Rómverja (skrifuð 57-58). Hér er áherslan lögð á hina vaxandi meðvitund fyrir hinu andlega samfélagi við Guðdóminn og á kraft náðarinnar: „En af náð Guðs er ég það sem ég er, og náð hans við mig hefur ekki orðið til ónýtis“ (1 Kor 15. 10). Hér er það „helgun Krists“ (1 Kor 1. 30) sem er allsráðandi. „Ég aumur maður! Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?“ (Rm 7. 24). Ef til vill hefur aldrei verið varpað fyllra ljósi á þolraunir nætur andans heldur en einmitt í sjöunda og áttunda kafla Rómverjabréfsins. Allt að áttunda kaflanum virðist hann enn heyja baráttu sína í hinni myrku nótt andans. Í lok sjöunda kaflans virðist syndameðvitund hans ná hámarki:

Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er, í holdi mínu. Að vilja veitist mér auðvelt, en ekki að framkvæma hið góða. Hið góða, sem ég vil gjöra, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. En ef ég gjöri það, sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur, sem framkvæmi það, heldur syndin í mér (Rm 7. 18-20).

Fullyrða má að hér sé varpað ágætu ljósi á angist hinnar myrku nætur og það er hér sem Páll postuli stendur á mörkum nýs óræðis í lífi náðarinnar, krafti hins yfirskilvitlega lífs. Það er LÖGMÁL LÍFSINS ANDA (Rm 8. 2) sem gefur lífið í Kristi Jesú. Páll hefur gengið inn í nótt endurlausnarinnar. Nú er það „Andi lífsins“ sem gagntekur hann. Síðustu röð bréfa hans leiðir okkur fyrir sjónir hinn andlega vöxt hans í nótt endurlausnarinnar, það er að segja Bréfin til Efesusmanna (skrifuð 61-63), Kólossumanna  og Fílemons.  Nú er það hin guðdómlega sameining og hið andlega brúðkaup sálarinnar og Krists sem er höfuðinntakið. Andi lífsins fyllir Pál nýju lífi, lífi þess sem er allt í öllu:

Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. Enda var allt skapað í honum  í himnum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrr en allt, og ALLT Á TILVERU SÍNA Í HONUM (Kól 1. 13-17).

Þetta er hin heilaga arfleifð kirkjunnar og grundvöllur allrar helgunarguðfræðinnar. Þú getur séð hvernig fjallað er um þennan vöxt í Vefritum Karmels. Þetta er sú helgun sem hinir heilögu feður og mæður fornkirkjunnar lögðu svo ríka áherslu á og kirkjan metur meira en öll önnur verk samanlagt: VÖXTIN Í KRISTI.

Það er þetta sem er lögð rækt við í íhugunarklaustrum Vesturkirkjunnar og Austurkirkjunnar kaþólsku. Hl. Páll gekk óvenjulega hratt í gegnum þennan vöxt eða á um það bil 20 árum. Yfirleitt tekur þetta 25 ár, stundum enn lengur, allt upp í 40 ár. Það ræðst af því hversu móttækileg sálin er fyrir uppljómun Heilags Anda. Amen.

26.02.06 @ 11:38
Athugasemd from: Helgi Viðar Hilmarsson
Helgi Viðar Hilmarsson

Vinnusamur ertu Jón að skrifa allan þennan texta.

Eitt og annað af þessu sem fram kemur hér að ofan kannast ég við eins og vöxtinn í Kristi, vaxtartakmark Kristsfyllingarinnar og Brúði Krists. Lítið vissi ég þó um þroskasögu Páls Postula, sem mér þykir um margt merkileg, annað en það að hann sagðist keppa að markinu og svo seinna að hann hafi fullnað skeiðið. Þaðan af síður vissi ég að hún væri arfleifð og fyrirmynd Kaþólskra manna í sinni andlegu iðkun og að þeim væri svona umhugað um andlegan vöxt og þroska.

Mér liggur þó forvitni á að vita hvað það er sem ber því vitni að menn hafi tekið út vöxtinn eftir þetta 25 - 40 ár?

26.02.06 @ 20:22
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Bróðir Helgi!
Sjálfur segir þú hér að framan: „Þrátt fyrir ágæti hennar sem slíkrar virtist mér hún ekki umbreyta fólki varanlega til batnaðar samanber ummyndun mannsins sem þú talar um.“

Milla Guðs malar hægt en örugglega. Guðfræðilegur misskilningur Hvítasunnumanna felst í því að þeir telja þá reynslu sem þeir nefna „skírn Heilags Anda“ endanlega og varanlega. Í reynd er einungis um eina skírn að ræða þar sem Guð veitir okkur allar sínar gnægtir. En við glötum öll skírnarnáðinni aftur vegna þess að öll erum við syndarar. Þeir sem segja að þeir séu það ekki eru lygarar: „Ef vér segjum: „Vér höfum ekki synd!“ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar af öllu ranglæti“ (1 Jh 8, 9).

Við sjáum hvernig hl. Páll víkur að þessari hreinsun af ranglæti: Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn“ (1 Kor 1. 31).

Taktu eftir ferlinu hjá Páli. Fyrst upplifir hann kraft Guðs á veginum til Damaskus. Síðan skírist hann, faríseinn Sál og er gefið nafnið Páll. Eftir það tekur hann að vaxa í stigvaxandi mæli.

Sama um mig. Fyrst upplifi ég fyrstu reynsluna af Heilögum Anda. Því næst líða 17 ár, án þess að nokkuð gerist og ég fell jafnvel frá trúnni (en vitaskuld var Guð að vinna í djúpinu, án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Því næst „vekur“ Guð mig upp af svefni með afgerandi hætti. Þá fyrst fermist ég með réttum hætti, það er að segja kaþólskri fermingu.

Kaþólsk ferming er framkvæmd með allt öðrum hætti en hjá lúterskum og þannig er skírnarheitið endurtekið einu sinni á ári í kirkjunni: Í kyrruviku þar sem kirkjan afneitar valdi djöfulsins.

Það var þá fyrst sem ég tók að vaxa sjálfur í trúnni hægt og sígandi. Hl. Páll segir: „En eitt gjöri ég. Ég gleymi því sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú“ (Fl 3. 13, 14).

Þetta er eilíf seiling fram á við frá dýrð til dýrðar, hið kunna epectase (seiling) kirkjufeðranna. Hl. Gregoríos biskup frá Nyssa (335-395) segir þannig: „Við skulum miklu fremur bregðast við með þeim hætti, að við þroskumst sífellt til þess sem er hið betra og ummyndast frá dýrð til dýrðar (2 Kor 3. 18) og taka þannig stöðugt framförum og öðlast meiri fullkomnun í daglegum vexti okkar í gæskunni og setja fullkomleikanum engin takmörk“ (Um fullkomleikann: P. G. 46. 285 A - D). Brúðkaupsveisla sú sem Drottinn tekur að halda í sálinni er þannig einungis forsmekkur hinnar miklu brúðkaupsveislu á himnum.

Postulinn guðdómlegi segir einnig hér að ofan: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur.“ Ég veit ekki til þess að lúterskt fólk gangi til skrifta reglulega. Drottinn fól kirkju sinni á jörðu lykla lífs og dauða með skriftaboðinu: „Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum“ (Mt 16. 19). Þetta þýðir að kaþólskur prestur hefur vald frá Kristi til að fyrirgefa syndirnar.

Þetta er sú heilaga arfleifð sem þeir Lúter og Kalvín höfnuðu og glötuðu þar með þessu postullega valdi. Í reynd eru „prestar“ mótmælenda til að mynda á ensku nefndir ministers eða þá preachers, en ekki priests. Svo er á fjölmörgum málum.

Hvað áhrærir 25 til 40 ár er það reynsla aldanna sem leiðir þetta í ljós. En eins og ég sagði, sú brúðkaupsveisla sem Drottinn heldur í sálinni á jörðu er einungis forsmekkur hins himneska brúðkaups. Til að taka þátt í þeirri miklu veislu verðum við að vera íklædd brúðkaupsklæðunum.

27.02.06 @ 08:15
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég vil einungis bæta við að þetta er kaþólskt vefsetur og við tölum út frá kaþólskri trúfræði. Það er nóg af mönnum á ágætum launum sem boða prótestantismann.

27.02.06 @ 09:22
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Heilir og sælir.
Ég tek undir orð bróður Jóns Rafns og langar aðeins að leggja orð í belg varðandi þroskaferlið í andanum. Í þessu sambandi er vert að undirstrika reglulega meðtöku sakramenntanna og þá sér í lagi skriftanna. Skriftirnar eru ekki bara tækifæri til iðrunar, yfirbótar og fyrirgefningar heldur líka harla gott hjálparmeðal fyrir þá sem vilja læra að þekkja sjálfa sig og stefna ákveðið að andlegum þroska. Flestir skrifta kannski einu sinni til tvisvar á ári, en þeir sem vilja geta skriftað oftar, jafnvel einu sinni í mánuði. Í bókinni “Sátt við Guð - Skriftir og iðrun” sem prestnemar kaþólsku kirkjunnar tóku saman og kirkjan gaf út 1978 segir á bls. 19:

“Byrjun nýs lífs er ávallt náðargjöf Guðs. Náð hans vekur með okkur iðrun og afneitun syndanna [..] Iðrun felur í sér að við játum: Ég hef breytt rangt gagnvart Guði. Stundum veitist okkur harla erfitt að iðrast synda okkar [..] Oftlega er það ekki markmiðið, sem verður okkur að falli, heldur hin ranga leið sem við veljum. Einnig kann að vera að við finnum ekki beint til iðrunar og álítum þess vegna að við höfum enga. Það er þó engan veginn mikilvægast að við finnum til meðvitaðs sársauka eða sektar, miklu fremur þurfum við að vita um sök okkar og vilja eindregið snúa baki við því sem rangt er.”

Hér er ekki endilega verið að tala um stórsyndir, t.d. dauðasyndirnar sjö, heldur líka svokallaðar smásyndir, svo sem óþolinmóð eða reiðileg andsvör í hita og þunga dagsins, þrjósku og ósamvinnuþýðni eða glötuð tækifæri að gera gott og rétta hjálparhönd. Ekki er ólíklegt eins og bróðir Jón segir að það geti tekið nokkra áratugi að pússa burtu þessa litlu agnúa sem fyrirfinnast í sérhverjum persónuleika.

27.02.06 @ 21:41
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Skriftir eru mikilvægur þáttur á vegi helgunarinnar, já. Þetta er það sem hefur verið svo áberandi í Medjugorje. Þegar faðir Lambert Terstroet kom þangað í þriðja sinn báðu fransiskanarnir að sjálfsögðu fyrir honum að vanda.

Eftir messuna var kirkjugestum skipt niður í hópa til að skrifta hjá prestunum. Þetta voru um 6000 manns. Terstroet sagðist hafa fengið 300 í sinn hlut.

Áður en skriftirnar hófust bað hann í hljóði: „Ekki ég heldur þú, Drottinn minn.“

Hann sagði að bláir neistar hafi streymt út frá höndum sínum þegar hann lagði hendurnar yfir höfuð skriftrabarnanna og rúmlega helmingur fólksins í hópnum hafi „steinlegið“ vegna þess að krafturinn var svo mikill.

Það er eins og segir í trúfræðinni: Presturinn er staðgengill Krists og farvegur fyrir dýrðarmátt Krists í skriftunum. Jafnskjótt og hann hefur sett um stoluna og farið með bænina þurfum við ekki að draga í efa, að hann hefur vald til að fyrirgefa syndirnar.

28.02.06 @ 06:49
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já! Vegurinn til helgunarinnar er ekki torfarinn þeim sem fylgja boðum heilagrar kirkju. Þegar Drottinn boðaði okkur hann fyrir munn Jesaja spámanns kallaði hann þennan veg BRAUTINA HELGU: „Þar skal vera braut og vegur. Enginn sem óhreinn er, skal hana ganga. Hann er fyrir þá eina. Enginn sem hana fer, mun villast, jafnvel ekki fáráðlingar“ (Jes 35. 8).

Hann opinberar okkur líka brautina helgu í tjaldbúð hins Gamla sáttmála sem forgildi kirkjunnar með eirkeri vatnshreinsunarinnar sem stóð frammi fyrir innganginum inn í hið Heilaga. Prestar Arons urðu að lauga sig í þessari vatnslind hreinsunarinnar, áður en þeim var heimiluð inngangan inn í hið Heilaga og Allra helgasta. Hið sama gildir um okkur í hinu konunglega prestafélagi hins Nýja sáttmála með skriftunum.

Því nefndu hinir heilögu feður þessa braut „list allra lista“ og „vísindi allra vísinda.“ Þeir nefndu hana einnig helgandi drykk, heilagt útsæði, ósegjanlegt innsigli, náð og kraft úr hæðum, dýrmæta perlu, guðdómlegu arfleifð feðranna, fjársjóð sem grafinn er í akurinn, ástarjátningu Andans, konungstákn, rennandi vatn lífsins, guðdómlegan eld, dýrmætt salt, náðargjöf, innsiglishring, ljósið, og Lífið í Kristi og Konungsveginn til himna. Þannig mun þetta verða sem arfleifð frá kynslóð til kynslóðar, allt frá okkar tímum til endurkomu Krists. Því að trúverðugt er fyrirheiti þess er sagði: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar“ (Mt 28. 20).

En þeir sem vita allt betur en heilög kirkja verða víst að fara sínar Fjallabaksleiðir í ríki Andans vegna þess að Guð virðir alltaf frjálsan vilja mannsins. Amen.

28.02.06 @ 08:12
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Úr 103. Davíðssálminum:

Lofa þú Drottin, sála mín,
og allt sem í mér er hans heilaga Nafn,
lofa þú Drottin, sála mín,
ég gleymi engum velgjörðum hans.
Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.
Hann mettar þig gæðum,
þú yngist upp sem örninn.
Lofa þú Drottin, sála mín!

28.02.06 @ 08:48
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Auk annars glæða skriftirnar hreinleika hjartans. Og eins og Drottinn okkar sagði meðan hann dvaldi með okkur á jörðu: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“ (Mt 5. 8). Skriftirnar glæða hin andlegu skynfæri sálarinnar, vekja þau til lífs að nýju eftir erfðasyndina.

Það er til skemmtileg frásögn af Sóknarprestinum í Ars (Curé de Ars) í þessum sambandi. Eitt skriftabarna hans, karlmaður, hafði komið sex sinnum til skrifta. Þegar hann kom svo í sjöunda skiptið heyrði hann að presturinn var að tala við einhvern í skriftaklefanum. Eftir dágóða stund kom svo Guðsmóðirin út úr klefanum. Hún gekk fram hjá honum, kinkaði kollinum vingjarnlega til hans og bauð góðan daginn.

Þegar hann fór síðan inn í klefann spurði presturinn hann af því, hvort hann hefði orðið einhvers áskynja. Hann sagði prestinum frá því, að hann hefði séð Guðsmóðurina. „Þá þarftu ekki að skrifta núna,“ svaraði presturinn.

Ég ætla að fjalla nánar um Curé de Ars á næstunni, svo að ég læt þetta nægja að sinni.

28.02.06 @ 09:49
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Mig langar að koma hér á framfæri eftirfarandi athugasemd. Kjarni samkirkjustefnunnar felst í því að hver kirkjusdeild leggi fram það besta úr sinni eigin arfleifð. Hér er verið að fjalla um helgunarguðfræðina og guðsgjörninguna (1 Pt 1. 4) sem er óaðskiljanlegur hluti hinnar heilögu arfleifðar Vesturkirkjunnar og Austurkirkjunnar kaþólsku. Vafalaust er það heimiliskirkjan sem er athyglisverðasta framlag mótmælenda á Íslandi til guðfræðinnar, stefna sem mér skilst að hafi einnig borið drjúgan ávöxt í Noregi á sínum tíma.

01.03.06 @ 08:38
Athugasemd from: Helgi Viðar Hilmarsson
Helgi Viðar Hilmarsson

Ekki efast ég um að skriftir séu gagnlegar séu þær gerðar með réttu hugarfari. Leiði þær til aukinnar sjálfsþekkingar er næsta víst að gerandinn mun vaxa í persónulegum þroska.

Mönnum er einnig hollt að leitast við að skilja sjálfa sig, með hjálp Guðs ef verða vill. Rannsaka neikvæð tilfinningaviðbrögð sín eins og vísindamaður án þess að leggja dóm á sjálfan sig, því Guð sér um að dæma. Rætur neikvæðra tilfinninga liggja nefnilega í blekkingu sem þarf að afhjúpa. Þegar blekkingin hið innra hefur verið afhjúpuð eignast menn stærri hlutdeild í Sannleikanum. Satan er jú faðir lyginnar en Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.

01.03.06 @ 20:32
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ef Pontíus Pílatus hefði ekki verið fastur í mennskum hugsmíðum hefði hann séð Sannleikann. Sumir halda að þeir finni hann með því að beina rafstraumi að ákveðnum svæðum heilans. Þegar hl. Silúan frá Aþosfjalli hafði verið þjakaður af djöflum dögum saman spurði hann þá: Hvers vegna er ekkert að marka hvað þið segið? Þið segið eitt í dag, annað í gær og væntanlega eitthvað allt annað á morgunn.“ Þeir svöruðu: „Við getum ekki sagt satt.“

01.03.06 @ 20:53
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Setningin „við getum ekki sagt satt“ er athyglisverð. Ef hún er sönn þá felur það strax í sér að hún hlýtur að vera ósönn, því ef það er satt að þeir geti ekki sagt satt, þá hljóta þeir að vera að segja ósatt, sem aftur þýðir að þeir geta sagt satt.
Á hinn bóginn ef setningin er ósönn, þá hlýtur hún að fela í sér að þeir geti sagt satt. Það er því sama hvort setningin er talin sönn eða ósönn, hún felur í sér að þeir geti sagt satt. Niðurstaðan er því sú að þeir geti sagt satt en geri það ekki. Þannig að skv. rökfræðinni þá voru þeir enn að reyna að villa um og afvegaleiða hl. Silúan. Ætli englarnir séu þá þannig að þeir geti sagt ósatt en geri það ekki? Hvað ætli skólaspekin segi okkur um þetta?

02.03.06 @ 17:20
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ef Guð er kærleikur sem hann er (1 Jh 4. 16) og kærleikur í Þrenningu, þá er Jesús kærleikur. Ergo sum: kærleikurinn er sannleikurinn. Ita est: Ég er vegurinn, SANNLEKURINN og lífið (Jh 14. 6). Djöfullinn og djöflarnir geta því ekki verið sannleikur og geta ekki sagt satt.

Bróðir Tómas víkur einmitt að þessu í Summunni:

Í öllum englunum var fyrsta sjálfsspeglunin góð. En síðan snéru sumar sér til Orðsins í lofgjörð meðan aðrir sátu fastir í sjálfum sér útbelgdir af stærilæti. Þannig brugðust þeir allir eins við í upphafi. Það var í næstu viðbrögðunum sem þeir voru skildir að. Í fyrstu viðbrögðunum voru þeir allir góðir, í þeim næstu skiptust þeir í góða engla og illa (Summa 1. q. 63 a. 2.

Á öðrum stað segir hann:

Í Esekíel er Satan ávarpaður sem kerúbi . . . Kerúbi er talinn merkja fullur þekkingar; serafi þeir sem loga eða taka að brenna. Fyrra heitið skírskotar því til þekkingar sem fer saman við dauðasynd. Hið síðara við kærleikann sem getur það ekki. Þetta er ástæðan sem býr því að baki að fyrsti syndugi engilinn (Satan) er kallaður kerúbi, en ekki serafi (Summa 1. q. 63. 8).

Hitt er svo annað mál að þeir á Aþos eru ennþá í fýlu út í Tómas eftir aðskilnaðinn 1483. fyrst og fremst vegna þess að þeir hafa ekki lesið verk hans. Þetta veit ég.

02.03.06 @ 18:55