« Nýtt hús Teresusystra vígt og tekið í notkunAthyglisverður vefur um náttúrulegar fjölskylduáætlanir »

18.03.11

  20:30:07, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 188 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Fyrrum starfsmaður við fósturdeyðingar gengur í Kaþólsku kirkjuna

Áður hefur verið greint frá afturhvarfi Abby Johnson hér á þessu bloggi. Í nýjasta hefti Kaþólska kirkjublaðsins er frétt sem greinir frá því að hún hafi nýlega birt endurminningar sínar:

Áður en fyrsta barn hennar fæddist hafði Abby sjálf gengist undir tvær fóstureyðingar. En það sem olli því að hún afneitaði hugmyndafræðinni um „réttinn“ til fóstureyðinga var það er hún sá með eigin augum á skjánum á sónartæki á fóstureyðingastöð, þar sem hún starfaði, þegar ófætt barn dó. Vegna skorts á starfsfólki var hún kölluð til aðstoðar við fóstureyðingu sem framkvæmd var með aðstoð hátíðnihljóðtækni í september 2009. Næstu mínúturnar breyttu lífi hennar á óafturkræfan hátt þegar hún horfði á fóstrið, 13 vikna gamalt - en hún hafði talið það ófært um nokkrar tilfinningar -, engjast og vinda sig til að forðast slönguna sem átti að soga það út með. „Í stutta stund,“ segir hún í endurminningum sínum, „virtist barnið vera eins og undin borðtuska, snúið og kreist. Og síðan leystist það upp og byrjaði að hverfa...“
„Það síðasta sem ég sá þegar lítil og fullkomlega mótuð hryggsúlan sogaðist inn í slönguna og síðan var hún horfin.“

Kaþólska kirkjublaðið, 21. árg. 3. tbl. bls. 4

No feedback yet