« Hl. Angela Merici, mey og stofnandi ÚrsúlínureglunnarErkibiskup um klónun fósturvísa »

27.05.05

  20:08:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 254 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Fyrirlestraröð um framtíð Evrópu

Independent Catholic News greindi frá því að 25. maí sl. hefði Cormac Murphy-O'Connor kardínáli á Englandi flutt fyrirlestur, hinn síðasta í röð fyrirlestra sem fjölluðu um framtíð Evrópu [1]. Fyrirlestrarnir voru haldnir í Westminster dómkirkjunni og komu fyrirlesararnir úr ýmsum áttum. Þeirra á meðal voru Sir Bob Geldof, fyrrum poppstjarna, Patten lávarður, Mary McAleese, Jean Vanier og sr. Timothy Radcliffe. Hver fyrirlestur var sóttur af meira en þúsund manns. Efni fyrirlestranna er hægt að nálgast á www.rcdow.org.uk, smellt á „Speeches and articles.“ Þeir munu einnig verða gefnir út síðar á árinu af Darton, Longman & Todd forlaginu.

Murphy-O'Connor kardínáli fékk hugmyndina að fyrirlestraröðinni eftir að hafa lesið hugleiðingar Jóhannesar Páls II. um Evrópu „Ecclesia in Europa“. Skjal þetta sem gefið var út 2003 inniheldur efnislega samantekt fundar kaþólskra biskupa Evrópu sem haldinn var í Róm 1999. Í skjalinu skrifaði páfinn um það sem sameinar evrópskar þjóðir, undanhald hinnar kristnu menningar, upplausn þjóðfélaga og dvínandi samstöðu. „Verið þið sjálf“ hvatti hann Evrópubúa í „Ecclesia in Europa“, „leitið upprunans og rótanna.“

Fyrirlestrarnir í Westminster dómkirkjunni hafa haft sem þemu von, einingu, trú, mannleg samskipti og hvernig Evrópa getur þjónað breiðum hagsmunum heimsins betur.

[1] Europe and the Shape of the Church. Vefur Westminster biskupsdæmis. http://www.rcdow.org.uk
[2] Cardinal outlines vision of future church in Europe. Independent Catholic News. 26. maí 2005. http://www.indcatholicnews.com

No feedback yet