« Verið vakandi!Leið smáblómsins »

08.04.06

  17:23:39, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 136 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Fyrirgefning er ekki nóg

Einu sinni var strákur að spila fótbolta. Hann sparkaði boltanum sem lenti á glugganum mínum og glugginn brotnaði. Hann bankaði upp á hjá mér og sagðist vera leiður og sjá eftir þessu. Ég fyrirgaf honum og hann hélt leiðar sinnar með boltann.

Þegar ég kom inn aftur sá ég brotinn gluggann og öll glerbrotin. Ég spurði sjálfan mig: "Hver ætlar að borga fyrir nýtt gler í gluggann?"

Átti ég að borga? Nei.

Átti strákurinn að gera það? Já. Það var hann sem braut gluggann, ekki ég. Þannig að hann átti að borga.

Jafnvel þótt strákurinn hafi hlotið fyrirgefningu þá er það ekki nóg. Fyrirgefningin er mikilvæg, en hún lagar ekki gluggann. Fyrirgefning er góð en hún er ekki nóg.

No feedback yet