« Hvernig öðruvísi?Andkristin viðhorf ríkjandi innan stjórnar Evrópubandalagsins »

12.02.06

  16:56:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 908 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Fúlt vin á lekum belgjum

Grein sem Morgunblaðið vildi ekki birta, skrifuð 15. janúar s. l.

Það er með vaxandi undrun sem meðlimir rómversk-kaþólsku kirkjunnar og Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi hafa fylgst með umræðum þeim sem farið hafa fram um eðli og inntak hjónabands karls og konu. Hvað áhrærir ummæli herra Karls Sigurbjörnssonar biskups lútersk-evangelísku kirkjunnar um að hún þarfnist "umþóttunartíma" áður en hún taki afstöðu til "giftingar" homma og lesbía, langar mig einungis að segja þetta: Hin almenna (kaþólska)
kirkja mótaði afstöðu sína til hjónabands karls og konu fyrir tvö þúsund árum. Í samhljóðan við hana er hjónaband karls og konu eitt sakramentanna sjö og óaðskiljanlegur hluti hinnar heilögu arfleifðar. Jafnvel sjálfur páfinn í Róm og patríarkarnir í Konstantínópel og Moskvu geta ekki vikið út af arfleifðinni. Þetta er eitt þeirra náðarmeðala sem frumkirkjan þáði úr
höndum Drottins, sakramenti (leyndardómur).

Heilagleikalögin í Þriðju Mósebók eru afdráttarlaus: Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð (3 M 18. 22). Þetta er sannleikur sem endurtekinn er í fyrsta varðveitta trúfræðslukveri frumkirkjunnar, Tólfpostulakenningunni (Didache) samið um 60-120? e. Kr.: Þú skalt ekki iðka kynvillu [saurga drengi] (2. 2). Jafnframt minni ég á orð Guðs Drottins er hann mælti meðan hann dvaldist meðal okkar í holdtekju sinni á jörðu: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram (Matt 5. 17, 18).

Það kemur ekki á óvart að almenningur í landinu hafi "ruglast í ríminu" sökum iðju og eljusemi vegvilltra falsboðenda orðs Guðs: Drottinn hefur byrlað þeim sundlunaranda, svo að þeir valda því, að Egyptaland er á reiki í öllum fyrirtækjum sínum, eins og drukkinn maður reikar innan um spýju sína (Jes 19. 14). Þetta hafa þeir gert með dyggum stuðningi þeirrar forarvilpu siðleysis sem úthellt hefur verið yfir heimsbyggðina frá smiðju Satans í Hollywood undanfarna áratugi, eðjupytti blygðunarlausrar vantrúar og botnlausrar blindu gagnvart siðrænum gildum kristindómsins.

Veturinn 1906 til 1907 jókst ungbarnadauði í Vínarborg svo mjög, að læknar stóðu uppi ráðþrota. Að lokum veitti einn þeirra því athygli, að þessi banvæna sýking virtist ekki hafa nein áhrif á sængurkonur Gyðinga og nýbura þeirra. Við nánari rannsókn kom í ljós að það voru læknarnir sjálfir sem báru sýkinguna á milli sængurkvennanna. Ástæðan var sú að þeir þvoðu ekki hendur sínar og sótthreinsuðu. En samkvæmt lögmáli Móse er sængurkonum gert að dvelja í einangrun í átta daga að fæðingu barns lokinni (hreinsunardagarnir). Þannig veittu lögmálsákvæðin Gyðingakonunum og hvítvoðungunum vernd.

Við falsboðendur orðs Drottins vil ég segja þetta: Iðrist og laugið hendur ykkar í silfurtærri uppsprettu guðspjallanna. Látið af þeirri iðju ykkar að bera andlega sýkingu sundlunaranda ykkar til barna Guðs til að deyða þau eftir endurfæðingu þeirra í Drottni Jesú Kristi (þ.e. eftir skírnina).

Upphafið að hruni Sovétríkjanna mátti rekja til lítils trékross sem reistur var í borginni Novi Sad í Póllandi, sem fólk tók að safnast um. Þetta varð upphafið að Samstöðu (Solidarnosh) pólsks almennings gagnvart ógnaroki kommúnismans. Borginni Novi Sad var ætlað að verða að fyrstu fyrirmyndarborg og ímynd kommúnismans án allra kirkna.

Milljónir rússneskra karla og kvenna báru þessum sama krossi vitni með því að úthella blóði sínu í fórn píslarvættisins í útrýmingarbúðum sósíalfasismans.

Allt mátti rekja þetta til andvaraleysis umbótasinnaðra rússneskra stjórnmálamanna sem leiddi til þess að sósíalfasisminn bókstaflega "rændi" rússnesku þjóðina ávinningi stjórnarumbóta Kerenskij-stjórnarinnar og dúmunar (rússneska þingsins).

Við andvaralausa stjórnmálamenn á Íslandi vil ég segja þetta: Fjölmargir forystumanna fyrir bættri afkomu almennings á Norðurlöndum, í Englandi og Þýskalandi í upphafi tuttugustu aldar komu úr kristnum söfnuðum. Þetta voru einstaklingar sem létu hrífast af orðum Drottins í lögmálinu: Hann rekur rétt munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði (5 M 10. 18). Látið ekki afturgöngu guðsafneitunar sósíalfasismans ræna þjóðina þessari vegsemd Guðs. Ég bið lýðræðissinnaða stjórnmálamenn að hafa þetta í huga til að hefta megi þessa framsókn dauðamenningar guðsafneitunarinnar.

Í stað draumsýna hugvillna sósíalfasismans um guðlausar borgir skulum við fremur horfa til borgar Guðs eins og hún endurspeglast í mannshjartanu, eins og skáldjöfurinn og presturinn Einar Sigurðsson frá Heydölum sá hana birtast í guðsímynd kornvoðungs fyrir fjögur hundruð árum (í ljóðinu: Af stallinum Christí):

Skapaðu hjarta hreint í mér
til híbýlis er sómir þér
saurgan allri síðan ver
svo ég þér gáfur (dyggðir) færi.

Þá mun íslensku þjóðinni farnast vel í "Guð vors landi" á tuttugustu og fyrstu öldinni og njóta blessunar Guðs í ríkum mæli.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég þakka Jóni Rafni þessa grein og vek athygli á henni.

26.02.06 @ 14:04