« Frjálst val - val um hvað? | „Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“ » |
9.5.2007. Asianews.it - Frumvarp um meðhöndlun trúvillinga sem sex flokka bandalag islamskra flokka hefur lagt fram á pakistanska þinginu er nú til umfjöllunar í nefnd. Múslimskir karlar sem falla frá trúnni eiga dauðarefsingu yfir höfði sér en múslimskar konur ævilanga fangelsisvist. Eignaupptaka fylgir í kjölfarið og sömuleiðis forræðismissir yfir börnum. Vitnisburður tveggja einstaklinga er nægur til sönnunar á trúvillu. Á sama þingfundi hafnaði þingið frumvarpi minnihlutaflokks um leiðréttingu á guðlastslögunum, en dauðadómur liggur við guðlasti í Pakistan. Sjá hér: [1] og hér [2].