Nýr vefur kirkjunnar á Facebók » |
Birna nokkur Stefánsdóttir er með ágæta, upplýsandi 3ja bls. grein um kaþólsku kirkjuna í Mannlífi, sem kom út í dag og er dreift frítt. Þetta er málefnaleg umfjöllun og kemur víða við, byggist umfram allt á viðtali við séra Jakob Rolland, kanzlara kirkjunnar, þ.e. biskupsritara. Greinin er m.a. fréttnæm í fróðleik um fjölda Pólverja og kaþólskra hér á landi, um hina mörgu söfnuði kirkjunnar o.fl., en hún er nú næststærsta kirkjufélag landsins. Það er helzt að það trufli augu undirritaðs að sjá þarna fegrunarhugtakið "þungunarrof" notað ítrekað. En hér er greinin á neti Kjarnans: https://kjarninn.is/skyring/2019-10-18-sivaxandi-sofnudur-katholsku-kirkjunnar/ (einnig í styttra formi á vef Mannlífs: https://www.mannlif.is/frettir/innlent/samfelag-innlent/uppgangur-katholsku-kirkjunnar-a-islandi/ ). ---jvj.
Síðustu athugasemdir