« Himnaför heilagra mæðginaFrumvarp um meðhöndlun trúvillinga fyrir nefnd í Pakistan »

15.05.07

  15:51:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 467 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Frjálst val - val um hvað?

Því hefur verið haldið fram að fósturdeyðingar séu nauðsynlegar til að tryggja réttindi kvenna, en allt eins má halda því fram að þær, eða hlutfallslega mikill fjöldi þeirra séu einmitt staðfesting hins gagnstæða, þ.e. að pottur sé brotinn hvað varðar kvenréttindi. Þegar talað er um frjálst val þá hlýtur að mega spyrja; val um hvað?

Hverskonar val vill löggjafinn rétta að þeim konum sem hugleiða fósturdeyðingu og á hvaða forsendum er þeim boðið til valsins? Spyrja má hvernig staðið sé að upplýsingaskyldu gagnvart þeim og af hverju ekki sé gert átak í því að bjóða þeim konum sem hugleiða fósturdeyðingu aðra valkosti sem eru meira aðlaðandi til að draga úr fjölda þessara verknaða? Hvað hafa þeir sem segjast styðja frjálst val gert til að valið verði raunverulega frjálst? Hafa þeir talað fyrir þeim valkostum sem raunverulega gætu fengið konur í þessum aðstæðum til að hugsa sig tvisvar um?

Það hlýtur að vera athugunarefni alls hugsandi fólks að stjórnmálaflokkarnir hafa einlita og jafnframt afar samlita stefnu í þessum málum. Stjórnmálaflokkar sem buðu fram til alþingiskosninga árið 2007 voru spurðir eftirfarandi 5 spurninga:

1. Finnst ykkur að líf ófædds fósturs sé alltaf jafn heilagt og líf fæddra barna, þ.e að það megi ekki aflífa það með fóstureyðingu?
2. Finnst ykkur að líf ófædds fósturs eigi að vernda ef líf móður stafar ekki hætta af meðgöngu? (þ.e. þá að ekki eigi að leyfa að það sé aflífað með fóstureyðingu)
3. Finnst ykkur rangt að ófædd fóstur séu aflífuð með fóstureyðingu ef þau greinast með galla, svo sem Down syndrome?
4. Finnst ykkur rangt að ófædd fóstur séu aflífuð með fóstureyðingu ef móðirin gefur "félagslegar ástæður" fyrir vilja sínum til þess?
5. Ef svar við einhverjum spurningum hér að ofan er jákvætt: Eruð þið tilbúin til að reyna að fá breytingum framgengt í þessu efni?

Svörin voru undantekningarlaust: 'Nei' hjá öllum flokkum nema Frjálslynda flokknum en þar eru svörin 'í vinnslu.' Sjá hér: [Tengill]. Hófsamt lífsverndarfólk sem vill breytingar í þessum efnum, og þá á ég ekki við algert bann, heldur félagslegar úrlausnir frekar en læknisaðgerðir til lausnar á félagslegum vandamálum og setti þetta málefni ofar hinum átti því engan möguleika annan í kjörklefanum á laugardaginn var en að skila auðu. Við skulum fylgjast með hve margir skiluðu auðu í þessum kosningum. Í alþingiskosningunum 2003 voru það 1.01%.

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég er að leita í blöðunum að tölum um auða seðla í þessum kosningum. Þær eru ekki kálfinum Úrslit, sem fylgdi Mogganum í gær. Þar sést hins vegar á s. 12, að atkvæði greiddu 185.071 (aðeins 83,6%) af þeim 221.368 sem voru á kjörskrá. Sátu margir kristnir heima?

En út frá þessari tölu og samanlagðri atkvæðatölu flokkanna sex má finna tölu auðra seðla og ógildra: 185.071 – 182.162 = 2.909 auðir og ógildir. Þeir ógildu munu vera þar í algerum minnihluta. 2.909 af 185.071 = 1,57%. Vera má, að auðum seðlum hafi eitthvað fjölgað hlutfallslega, en alls ekki tvöfaldazt. 30–40% fjölgun þeirra væri þó í raun mikil fjölgun; við þurfum að finna fjölda auðu seðlanna einhvers staðar, Ragnar. – Með kveðju og þökk fyrir tímabæra grein.

15.05.07 @ 17:50
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég furða mig einmitt mjög á því að kosningakvöldið virtist það undir hælinn lagt hvort upplýsingar um auða seðla og ógilda voru lesnar upp. Heildartölurnar eru hvergi komnar fram ennþá með formlegum hætti. Sjá t.d. www.kosningar.is þar sem eru greinargóðar upplýsingar um úrslitin 2003. Þ.e. við höfum engar aðrar upplýsingar en upplestur í sjónvarpi og þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa náð að skrapa saman út frá þeim - auk góðra ágiskana þinna Jón. Við sjáum hvað setur og bíðum úrslitatalnanna.

15.05.07 @ 19:21
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú hafa bæst við tölur, en út frá þeim sést ekki fjöldi auðra seðla og ógildra. Sjá http://www.kosning.is/frettir/nr/6216. Ef hlutfallstölur flokkanna eru lagðar saman fæst 100%. Annað hvort á á þessi síða eftir að vera uppfærð eða nýrri bætt við þar sem allar upplýsingar koma fram.

17.05.07 @ 12:41
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Aðalatriði þessarar vefgreinar hans Ragnars er auðvitað ekki auðu seðlarnir í þingkosningunum, heldur lífshelgi hinna ófæddu og það, sem verða má til að slá skjaldborg um líf þeirra og limi. (Vissuð þið, lesendur góðir, að fósturdeyðing er hræðileg aðgerð, blóðug og barbarísk?) – Knýjum á, hver í sínum stjórnmálaflokki eða engum, að stjórnmálamennirnir verði sér meðvitaðir um vilja okkar til að hrinda þessari mannskæðu plágu af landi okkar og þjóð. Og gerið sem Móse, “því að hann leit á launin” (Hebr. 11.26), og það mun launað verða þessari þjóð, jafnvel meðan við lifum, ef hún hlýðir kalli okkar að þyrma lífi ófæddu barnanna, og það mun launað ykkur í gleði góðs verks, ef þið leggið því átaki lið, og í lífinu eilífa eftir dauðann.

18.05.07 @ 21:25