« Viðræður kaþólskra og gyðinga í JerúsalemErkibiskup í Zimbabwe hvetur til friðsamlegrar andspyrnu »

22.03.07

  20:37:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 339 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Forvarnir, Hjónabandssakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Frjálslyndi í kynferðismálum hefur grafið undan frelsi kvenna“

Þetta sagði Melinda Tankard Reist, stofnandi Womens Forum Australia www.womensforumaustralia.org í viðtali við Zenit fréttaþjónustuna. American Psychological Association APA hefur nýlega gefið út skýrslu um skaðvænleg áhrif klámvæðingar. Sjá tengil: [1]

Kaþólska kirkjan boðar hreinlífi svo sem sjá má í trúfræðsluriti hennar:

2348. Allir skírðir menn eru kallaðir til hreinlífis. Þeir sem eru kristnir hafa "íklæðst Kristi," [135] fyrirmynd alls hreinlífis. Allir trúaðir Krists eru kallaðir til að ástunda hreint líferni í samræmi við stöðu þeirra í lífinu. Frá þeirri stundu að hann er skírður er hinn kristni maður skuldbundinn til að lifa tilfinningalífi sínu af hreinleika.

2349. "Fólk á að leggja rækt við [hreinlífi] á þann hátt sem hæfir stöðu þeirra í lífinu. Sumir játast undir skírlífi eða vígt einlífi sem gerir þeim fært að gefa sig Guði einum með óskiptu hjarta óviðjafnanlegs lífernis. Aðrir lifa á þann hátt sem siðalögmálið segir til um hvort sem þeir eru giftir eða ógiftir." [136] Fólk í hjónabandi hefur köllun til að lifa hjúskap sinn í hreinlífi; aðrir ástunda hreinlífi með því að iðka sjálfsstjórn: Dyggð hreinlífisins tekur á sig þrjár myndir: sú fyrsta er hjónanna, önnur ekknanna og þriðja meyjanna. Við lofum ekki neina þeirra umfram aðra.… Það er þetta sem auðgar svo reglur kirkjunnar. [137]

2350. Hjónaefni eru kölluð til að lifa hreinlífi með því að iðka sjálfsstjórn. Á þessum reynslutíma eiga þau að uppgötva hvaða merkingu gagnkvæm virðing hefur, læra tryggð og hafa von um að Guð gefi þeim hvort annað. Þau eiga að geyma það til hjónabandsins að tjá þá ást sem tilheyrir kærleika hjónabandsins. Þau eiga að aðstoða hvort annað að vaxa í hreinlífi. [2]

No feedback yet