« Bandarískur biskup fordæmir klámRannsóknarnefnd filippseyskra biskupa staðfestir kosningasvindl 2004 »

19.03.07

  22:46:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Páfinn

„Friðurinn byggist á því að tillit sé tekið til réttinda annarra“

„Skyldan til að virða reisn sérhvers manns, því að í eðli hans endurspeglast mynd skaparans, felur í sér sem afleiðingu að enginn maður má ráða yfir persónu annars mann[s] að vild. Hver sem fagnar því að fara með mikið pólitískt, tæknilegt eða efnahagslegt vald, má ekki notfæra sér það til að ganga á rétt annarra sem minni árangri hafa náð í lífinu. Friðurinn byggist nefnilega á því að tillit sé tekið til réttinda annarra. Hvað þetta snertir gerir kirkjan sig að verjanda grundvallarréttinda hvers og eins manns.“

Tilvitnun úr boðskap hans heilagleika Benedikts XVI
á heimsfriðardaginn 1. janúar 2007 Sjá tengil: [1]

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Vel mælt og skynsamlega og af virðingu fyrir mannlegri reisn og gildi sérhvers manns, án greinarmunar.

20.03.07 @ 09:07
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Svona eins og þeirra mannréttinda að fá að hommar og lesbíur fái að ættleiða?

22.03.07 @ 02:25
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nei, miklu fremur þess viðhorfs að það sé skýlaus réttur barns að kjörforeldrar þess séu einn karl og ein kona.

Annars þarf ekki að fara í neinar grafgötur hvað páfinn er að fara ef erindið er skoðað í samhengi. Hér koma næstu málsgreinar:

Sérstaklega krefst hún þess að frelsi til lífs og trúarbragða sé virt. Virðingin fyrir lífsréttindum á hverju skeiði lífsins setur lokapunkt með úrslitaþýðingu: Lífið er gjöf sem enginn einstaklingur hefur fullkominn ráðstöfunarrétt yfir. Á sama hátt setur staðhæfingin um rétt mannsins til trúfrelsis manninn í samband við yfirskilvitlegt grundvallaratriði sem leysir hann frá mannlegum geðþótta. Rétturinn til lífs og frjálsrar tjáningar eigin trúar á Guð, er ekki háður valdi mannsins. Friðurinn krefst þess að dregin sé greinileg markalína milli þess sem menn fá ráðið og þess sem þeir fá ekki ráðið. Þar með er hægt að komast hjá óaðgengilegri íhlutun um þau lífsgildi sem maðurinn hefur rétt til sem maður.
Hvað réttinn til lífs snertir, er svo fyrir mælt að benda skuli á þær þjáningar sem á menn eru lagðar í samfélagi okkar: Fyrir utan fórnarlömb vopnaðra átaka, hryðjuverka og margvíslegrar valdbeitingar, deyja menn hljóðlega úr hungri, fóstureyðingum, tilraunum með mannsfóstur og af völdum líknardrápa. Verðum við ekki að líta á allt það sem árásir á friðinn? Fóstureyðing og tilraunir með mannsfóstur eru í beinni andstöðu við þá grundvallarafstöðu að taka öðrum vel, því að sú afstaða er óhjákvæmileg til þess að koma á varanlegum friðartengslum. Ennþá eitt einkenni skorts á friði í heiminum, sem ástæða er til að hafa áhyggjur út af, hvað snertir frjálsa tjáningu trúarskoðunar mannsins, eru erfiðleikarnir, sem oft verða á vegi kristinna manna eins og fylgjenda annarra trúarbragða, þegar um það er að ræða að viðurkenna eigin trúarsannfæringu opinberlega og frjálslega. Ég verð að viðurkenna það, þótt sárt sé, að þeir eru oft ekki aðeins hindraðir í því, heldur eru þeir jafnvel ofsóttir í sumum ríkjum, og jafnvel á hinum síðustu tímum hafa menn orðið vottar að grimmúðlegu ofbeldi. Til eru þau ríki sem neyða upp á alla einni og sömu trú, þar sem aftur á móti þau stjórnvöld eru til sem láta sig trúmál engu skipta þótt þau æsi ekki upp til ofsókna, en ali í þess stað á kerfis- og menningarbundinni háðung í garð trúarlegrar sannfæringar. Að minnsta kosti eru grundvallarréttindi manna vanmetin en það hefur mikil áhrif á friðsamlega sambúð. Því fylgir óhjákvæmilega hugarfar og menning sem friðinum eru háskaleg.

Náttúrlegt jafnrétti allra manna

Við rætur ófárra spennutilvika sem ógna friðinum, leynist
áreiðanlega margskonar ranglátur ójöfnuður sem til allrar ógæfu er enn að finna í heiminum. Þar á meðal er sérstaklega viðsjárverður annarsvegar mismunur á möguleikum til að tryggja sér gæði sem sjálfsögð þykja á Vesturlöndum, svo sem fæðu, vatn, húsnæði og heilbrigði, og hinsvegar viðvarandi ójöfnuður karls og konu varðandi grundvallarmannréttindi.
Eitt þeirra atriða sem mikilvægust eru til þess að koma á friði er að viðurkennt verði að meðal mannanna eigi að ríkja raunverulegt jafnrétti, sem byggist á sameiginlegri, yfirskilvitlegri reisn þeirra. Jafnrétti á þessu sviði tilheyrir líka þeim náttúrugæðum sem rekja má til hins guðlega sköpunaráforms – gæða sem ekki verða lítilsvirt eða fyrirlitin án þess að af því leiði mikilvæg áhrif sem stofna friðinum í hættu. Hin sára neyð sem þjáir margar þjóðir, einkum á meginlandi Afríku, er upphaf ofsafenginna krafna sem koma fram í ávörpum og sýna fram á hræðilegt tjón sem friðurinn kynni að líða.
Óviðunandi mat á lífskjörum konunnar beinir athyglinni að hversu þeim er áfátt svo að félagslegt jafnrétti ríki. Ég beini huganum að arðráni konunnar, sem farið er með eins og dauðan hlut, og að því á hversu margan hátt því fer fjarri að borin sé virðing fyrir reisn hennar. Mér verður líka hugsað til þess – í öðru samhengi – að á sumum menningarsvæðum ríkja þær viðvarandi hugmyndir um konuna sem manneskju, að henni beri staða sem sé í ríkum mæli háð geðþótta karlmannsins, með þeim afleiðingum að reisn hennar er lítilsvirt og kröfum hennar til grundvallarfrelsis hafnað. Menn mega ekki gefa sig þeim falshugmyndum á vald að friður sé tryggður meðan mismunum eins og þessi hefur ekki verið afnumin, því að hún spillir þeirri persónulegu reisn sem skaparinn hefur veitt sérhverri manneskju.

Sjá http://www.vortex.is/catholica/

22.03.07 @ 17:17
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Benedikt páfi er falslaus, heiðarlegur, trúr og einarður verjandi mannlegra gilda, virðingar og grundvallarréttinda, sem oft eiga undir högg að sækja jafnvel á okkar tímum í henni veröld – og gera hann sjálfan m.a.s. að skotspæni eða háðsefni lítt upplýstra og miður vel meinandi manna. Hann á virðingu mína óskipta fyrir það.

22.03.07 @ 21:44