« Íhugunarefni rósakransins: Fögnuður - þjáning - dýrðFyrrum Þrándheimsbiskup hætti vegna ákæru um barnaníð »

10.04.10

  11:02:40, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 254 orð  
Flokkur: Trúarleg tónlist og textar

„Friðsæld í dalnum“ - ísl. söngtexti við þekkt lag

Sumir lesenda kannast kannski við lagið „Peace in the Valley“. Lag þetta er samið 1937 af Thomas A. Dorsey fyrir blökkusöngkonuna Mahalia Jackson. Lagið náði miklum vinsældum árið 1951 í flutningi Red Foley and the Sunshine Boys og náði 7. sæti yfir mest seldu sveitasöngvaplöturnar vestra það árið. Þetta er eitt fyrsta gospellagið sem náði mikilli útbreiðslu.

Fleiri frægir söngvarar hafa spreytt sig á laginu svo sem Elvis Presley og Johnny Cash með aðstoð Carter systra. Hægt er að finna flutning þessara meistara á laginu á YouTube, sérstaklega fara Johnny Cash og Carter systur mjúkum höndum um það að flutningi Presley ólöstuðum að sjálfsögðu, tengill á þann flutning er hér: http://www.youtube.com/watch?v=tseXU5wG3xk

Á dögunum gerði ég íslenskan texta við þetta lag sem gæti hentað til söngs á trúarlegum samkomum og er hann að finna hér:

Friðsæld í dalnum

Ó ég er lotinn og lúinn
og labba verð einn,
þar til Drottinn kemur og kallar,
kallar mig heim - ójá.
Nú ljómar og morgnar,
en lampinn ei þornar,
og nóttin, nóttin er svört
eins og særinn - ójá.

Viðlag:
Það verður friðsæld í dalnum
og ég finn frið.
Það verður friðsæld í dalnum,
þann dag - ég Drottin bið.
Ekki þar depurð, né grát neinn,
né vandræði sé.
Það verður friðsæld í dalnum
og ég finn frið.

Þar verða birnir svo blíðir,
og úlfurinn hlýðir.
Þar mun ljónið leggjast til hvíldar
hjá lambi - ójá.
Og öll villidýr af hjarni
munu leidd verða af barni
og ég mun breytast, breytast frá því
sem ég er - ójá.

Viðlag.

Höf. íslensks texta: Ragnar Geir Brynjólfsson.

No feedback yet