« Safnað fyrir kirkju á Selfossi | Biskup þarf að ná sáttum við meinta þolendur » |
AsiaNews 1.jan: Fjöldi manna tók þátt í friðargöngu sem fram fór í nokkrum borgum Pakistan nýlega. Tilefnið var að mótmæla ofbeldi öfgamanna og styrkja einingu trúarhópa en ofbeldi í garð minnihlutahópa hefur farið vaxandi þar í landi. Í september var sjálfsmorðsárás gerð á kirkju í Peshawar þar sem yfir hundrað manns féllu og um 130 særðust.
Meðal göngumanna í friðargöngunni voru leiðtogar kristinna manna og múslima. Fyrrum kristni þingmaðurinn George Clement skoraði á stjórnvöld að koma lögum yfir þá sem boða öfgar í orði eða verki í nafni trúar eða hugmyndafræði.
Sjá nánar hér.