« Svar Innanríkisráðherra við bréfi BiskupsFimmtán rúður brotnar á heimili Biskupsins »

24.06.11

  13:22:17, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 269 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fréttatilkynning frá Landakotsskóla

RÚV greinir frá þessu og birtir tilkynninguna:

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga eiga ýmsir fyrrum nemendur við Landakotsskóla um sárt að binda vegna kynferðilegs ofbeldis sem þeir urðu fyrir af hendi tiltekinna starfsmanna kaþólsku kirkjunnar sem störfuðu við Landakotsskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Það má öllum vera ljóst að núverandi stjórn og starfsfólk Landakotsskóla taka málið afar nærri sér og finnst þetta mál óendanlega sorglegt. Það veldur óhug meðal skjólstæðinga skólans, foreldra og nemenda. Við vonum að fórnalömbin fái að upplifa eitthvert réttlæti af hendi þeirra sem teljast ábyrgir að lokinni rannsókn opinberra aðila.

Rétt er að árétta það að Landakotsskóli ses. er ekki kaþólskur skóli í dag heldur sjálfstæð menntastofnun sem rekur í húsakynnum í Landakoti forskóla-og grunnskóladeildir. Hjá skólanum starfa eingöngu kennarar með menntun frá Kennaraháskóla Íslands. Enginn kennari eða leiðbeinandi starfar þar á vegum kirkjunnar enda skólinn einkarekin sjálfseignarstofnun og hefur verið það síðastliðin 7 ár. Það eina sem er sameiginlegt með skólanum í dag og þeim skóla sem starfaði á þeim tíma sem þessir hræðilegu atburðir áttu sér stað, er nafnið og staðsetningin.

Í vetur var starf Landakotsskóla ses. tekið út af Menntasviði Reykjavíkurborgar og fékk skólinn bestu niðurstöðu sem grunnskóli hefur
fengið í þannig úttekt til þess. Meðfylgjandi er skýrsla Menntasviðs.
Menntasvið hefur nú metið 27 skóla og enginn annar skóli hefur fengið viðlíka góða umsögn og Landakotsskóli fékk í vetur.

Stjórn og starfsfólk Landakotsskóla harmar að starfsemi skólans nú skuli þurfa bíða hnekki fyrir misyndisverk einstaklinga við skólann á fyrri tíð.

Hugur starfsfólks Landakotsskóla er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í þessu sorglega máli. [1]

[1] http://www.ruv.is/frett/harma-misyndisverk-fyrri-ara

No feedback yet