« Um friðarboðskap kristninnar 6. hluti: Gullna reglanTony Blair gengur í kaþólsku kirkjuna »

20.01.08

  19:45:57, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 158 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Fréttamolar úr heimi kaþólsku kirkjunnar

Páfi aflýsti áður fyrirhugaðri ræðu við setningu 'La Sapienza' háskólans í Róm vegna mótmæla sem 67 prófessorar höfðu staðið fyrir. Mótmælin voru að sögn vegna orða páfa sem hann lét falla sem kardínáli árið 1990 um að réttarhöldin yfir Galíleó hefðu á sínum tíma verið 'réttlát'. Vegna þessa dreif mikinn mannfjölda og háskólastúdenta, um 200 þúsund manns að sögn asianews.it til Péturstorgsins til að lýsa stuðningi sínum við páfa sjá hér. Ræðan sem hann hafði ætlað að halda er hér. Sjá einnig hér.

Tveir kaþólskir prestar urðu nýlega fyrir skotárásum. Einn á Filippseyjum sjá hér og hinn í Guatemala sjá hér.

Nýr yfirmaður Jesúítareglunnar hefur verið valinn. Sjá hér.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Gunnar Friðrik Ingibergsson  
Gunnar  Friðrik Ingibergsson

Það má eiginlega segja að réttarhöldin
yfir Galíleo hafi verið réttlátt á þeim
vegna þess að kirkjan vissi ekki betur þá
en sjálfsagt viðurkennir Benedikt páfi að
þetta var rétt sem Galíleo átti við að
tunglið snérist í kringum sólina.
Ein af merkustu vísindamönnum í heiminum
og kaþólikiJohan Gregor Mendel var austurrískur
munkur og tók prestvígslu. Þannig að margir
vísindamenn voru trúaðir ef við skoðum
þetta í þessu ljósi. Annars áhugaverð
færsla hjá þér Ragnar.

24.01.08 @ 16:30
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Afstaða kirkjunnar til réttarhaldanna yfir Galíleó var sett fram með skýrum hætti í yfirlýsingu árið 1993 þegar Jóhannes Páll II páfi lýsti yfir hryggð sinni yfir því hvernig farið hefði verið með Galíleó og sagði m.a. “Villa guðfræðinga þess tíma þegar þeir héldu fram jarðmiðjukenningu var að halda að skilningur okkar á byggingu efnisheimsins væri á einhvern hátt bundinn af bókstaflegri túlkun heilagrar ritningar. ” Sjá hér: http://www.indcatholicnews.com/galilie432.html

27.01.08 @ 11:43