« Allar syndir heimsins - Futon J. SheenSá sem auðmýkir sjálfan sig mun upp hafinn verða »

22.02.08

  20:06:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 121 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Frans Xaver

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Frans Xaver, vini og reglubróður Ignatíusar frá Loyola, var falið það hlutverk af Portúgalskonungi að fara til Indlands árið 1540. Hann boðaði fagnaðarerindið þar í 10 ár. Hann barðist líka við hungur og fátækt og annaðist sjúklinga. Sagt er að hann hafi snúið 30.000 manns til kristinnar trúar. Síðar hélt hann áfram ferðinni til Japan. Þar kom hann á fót kristnu trúboði. Hann ætlaði líka að fara til Kína en dó á leiðinni. Frans Xaver er talinn vera mestur allra kristniboða eftir daga Páls postula. Hann er fyrirmynd allra trúboða.

No feedback yet