« Rannsóknir á stofnfrumum úr fullorðnum lofa góðu | Píslarvottar nú á tímum eru fleiri en í frumkirkjunni » |
Frans páfi mun fara til Fatíma í tilefni af 100 ára afmælinu Vatíkanið hefur staðfest að Frans páfi mun heimsækja Portúgal árið 2017 í tilefni af því að 100 ár eru síðan María birtist í Fatíma. Páfinn, sem tók boði forsetans, Marcelo Rebelo de Sousa, og biskupanna í Portúgal, „mun fara í pílagrímsferð til helgistaðar Maríu meyjar frá Fatíma dagana 12.-13. maí,“ segir í tilkynningu Vatíkansins frá 17. desember sl. Pílagrímsförin markar aldarafmæli birtingar Maríu, sem fyrst birtist þann 13. maí 1917, þegar þrjú börn sem voru þar að gæta hjarðar, sögðu að þau hefðu séð Maríu mey. Hún birtist áfram einu sinni í mánuði til 13. október 1917, og Kaþólska kirkjan lýsti því yfir árið 1930 að hér væri um trúverðugan atburð að ræða.
Úr Kaþólska kirkjublaðinu 27. árg. 1.-2. tbl. 2017 bls. 4.