« Nýr vígslubiskup í Skálholti | Leiðrétting um Hinrik biskup Frehen » |
Morgunblaðið greinir frá því að í dag, laugardag 30. júlí, og á morgun verður kirkjutónlistarstjóri St. Michaelis-höfuðkirkjunnar í Hamborg, Christoph Schoener, sem er einn fremsti organisti Þýzkalands, boðsgestur á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Þar leikur Schoener verk eftir Bach, Alain, Liszt og Gulimant.
Tónleikar laugardagsins hefjast klukkan 12:00 og miðaverð er 1500 kr. og tónleikar sunnudagsins hefjast klukkan 17:00 og miðaverð er 2500 kr. Tónleikarnir verða sem fyrr segir haldnir í Hallgrímskirkju. Schoener hefur um árabil átt góðu gengi að fagna sem konsertorganisti og hefur leikið á tónleikum um alla Evrópu, í Ísrael og í Bandaríkjunum. Auk þess stjórnar hann kórum St. Michaelis-kirkjunnar og hefur flutt fjölmargar óratóríur.
Þá segir frá því, að þetta er 19. sumarið sem orgelhátíð er haldin yfir sumartímann, en slíkar hátíðir hófust þegar Klais-orgel kirkjunnar var vígt árið 1992. Margt fleira er á dagskránni, því að hátíðin hófst 19. júní sl. og stendur til 14. ágúst nk.
Hér má svo benda á enn einn afar góðan organista, Olivier Latry, einn þriggja fastra organleikara við Nôtre-Dame-dómkirkjuna í París, en á vefsíðu Krist.blog.is (í tónlistar-efnisflokki þar) verða á næstu dögum væntanlega birtir fleiri tenglar á falleg kirkjulistaverk. Á nefndri vefslóð er unnt að komast inn á tvö lítil sýnishorn um snilld Latrys.
Síðustu athugasemdir