« Hvers vegna varð Guð sú sköpun sem hann skapaði?Bjartsýni eða svartsýni? »

19.05.05

  22:08:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 131 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Fótspor í sandinum

Sú saga er sögð af manni einum sem dreymdi draum.
Í drauminum var hann á gangi eftir strönd í fylgd Jesú.
Þegar maðurinn leit til baka sá hann að stundum voru fótspor eftir tvo menn í sandinum og stundum voru einungis fótspor eftir einn mann.
Hann tók einnig eftir því að tímaskeiðið þegar einungis ein fótspor voru sýnileg, virtist koma heim og saman við það tímabil í lífi hans, þegar hann þjáðist mest.

Maðurinn stöðvaði því og spurði Jesúm: „Hvers vegna yfirgafstu mig þegar ég þurfti mest á þér að halda?“

Jesús brosti til hans og sagði:
„Ég hef aldrei vikið frá þér.
þegar þú þjáðist mest í lífi þínu,
þá tók ég þig í fang mér!“

No feedback yet