« „Syndga ekki framar.“Guð er mestur allra stjarneðlisfræðinga »

02.04.06

  07:27:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1886 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Fóstureyðingar hafa geðræn vandamál í för með sér

Rannsóknir á Nýjasjálandi gætu orðið til þess að læknar framkvæmi færri fóstureyðingar

LifeSiteNews.com – 10. febrúar 2006. Rannsóknir á Nýjasjálandi sem fylgdust með 500 konum frá fæðingu til 25 ára aldurs hafa staðfest, að ungar konur sem ganga undir fóstureyðingar verði að horfast í augu við hærri sjálfsmorðstíðni, þunglyndi, samskiptaörðugleika, kvíðaköst og aðra geðræna kvilla.

Athyglisverðustu niðurstöður langtímarannsókna „Christchurch Health and Development Study“ undir stjórn prófessors David M. Fergussons [1] leiða í ljós að hærri tíðni geðrænna vandamála væri ekki unnt að útskýra með neinum mun á geðrænni heilsu fyrir þungun, en rannsóknirnar hafa staðið yfir í 25 ár.

NIÐRSTÖÐURNAR KOMA ÞEIM SEM STYÐJA VALFRELSI (PRO-CHOICE) Á ÓVART

Eftir því sem Fergusson segir voru rannsóknirnar gerðar til að renna stoðum undir þá skoðun, að unnt væri að staðfesta, að öll vandamál eftir fóstureyðingu mætti rekja til geðrænna vandamála sem hefðu verið fyrir hendi, áður en til fóstureyðingarinnar kom. Í upphafi virtist allt benda til þess að gögnin (data) myndu renna stoðum undir þessa tilgátu. Gögnin sýndu að konur sem verða þungaðar fyrir 25 ára aldur væru líklegri til að hafa reynt fjölskylduvandamál og aðlögunarerfiðleika, væru líklegri til að hafa horfið að heiman á unga aldri og að hafa lifað í sambúð.

Þegar þessir og margir aðrir þættir voru hafðir til hliðsjónar, kom engu að síður í ljós, að konur sem farið höfðu i fóstureyðingu væru miklu líklegri til að glíma við geðræn vandamál. Þannig stönguðust gögnin á við þá kenningu, að unnt væri að útskýra þennan mun á geðrænum vandamálum fyrir fóstureyðinguna.

„Við vissum að ástand þátttakendanna var hið sama fyrir þungun,“ sagði Fergusson í viðtali við The New Zealand Herald. „Við höfum hliðsjón af þjóðfélagsstöðu þeirra, menntun, kynþætti, fyrri geðrænum vandamálum, kynferðislegri misbeitingu, auk fjölda annarra þátta.“

Gögnin gáfu stöðugt til kynna þá óæskilegu pólitísku niðurstöðu, að það sé sjálf fóstureyðingin sem leiði til geðrænna kvilla í kjölfarið. Þannig lagði Fergusson niðurstöður sínar fyrir „New Zealand's Abortion Supervisory Committee,“ sem er falið að fylgjast með því að fóstureyðingar uppfylli kröfur laganna. Eftir því sem New Zealand Herald segir, þá tjáði nefndin Ferguson að það væri „óæskilegt að birta niðurstöðurnar meðan ekki hefði verið unnið betur úr þeim.“

Þrátt fyrir að Fergusson styðji valfrelsi hvað áhrærir fóstureyðingar, þá svaraði hann nefndinni á þá leið í bréfi, að „það væri óafsakanlegt út frá vísindalegu sjónarmiði að halda niðurstöðunum leyndum, einungis sökum þess að þær snertu atriði sem væru pólitísk sprengja (explosive political issue).“

Í viðtali við ástralska útvarpsstöð um niðurstöðurnar, komst Fergusson svo að orði: „Ég styð enn valfrelsið (pro-choice). Ég er ekki trúaður. Ég er guðleysingi og skynsemishyggjumaður. Niðurstöðurnar komu mér á óvart, en þær virðast áreiðanlegar vegna þess að þær taka á margvíslegum geðrænum kvillum og aldurshópum . . . Fóstureyðing er yfirþyrmandi lífsreynsla sem felur í sér missi og sorg. Þær fela í sér vandamál og þessi skelfilega reynsla (trauma) getur í reynd orðið þess valdandi að fólk verði berskjaldað fyrir geðrænum sjúkdómum.“

TÍMARIT HAFNA HINUM ÓSÆTTANLEGU PÓLITÍSKU NIÐURSTÖÐUM

Rannsóknateymi „the Christchurch Health and Development Study“ verkefnisins hefur vanist því í gegnum árin, að rannsóknir þess á heilsufari og félagsmálum séu birtar í leiðandi læknaritum þegar í stað. Þegar á allt er litið er söfnun á gögnum 1265 barna sem fædd eru í Christchurch allt frá fæðingu til fullorðinsára einhver tímafrekasta og lengsta rannsókn sem þekkt er um allan heim. En þessar niðurstöður rannsóknateymisins voru þær fyrstu sem snérust um fóstureyðingar.

Fergusson sagði að teymið hafi „snúið sér til fjögurra tímarita, sem er harla fágætt hvað okkur áhrærir, yfirleitt eru niðurstöður okkar samþykktar umyrðalaust.“ Að lokum var það svo fjórða tímaritið sem gaf jáyrði sitt til útgáfu.

Þrátt fyrir að Fergusson hallast enn að valfrelsi (pro-choice), þá er hann sannfærður um að konur og læknar eigi ekki að samþykkja í blindni þá órökstuddu fullyrðingu, að fóstureyðingar séu skaðlausar og konum til framdráttar. Honum er einkum uppsigað við hina sjálfumglöðu yfirlýsingu APA (the American Psychological Association) um að fóstureyðingar séu öruggar. [2]

Í yfirlýsingu sinni frá árinu 2005 lýsti APA því yfir að „fullnægjandi rannsóknir“ hefðu komist að þeirri niðurstöðu „að áhættan á sálrænu tjóni væri lág.“ Í umfjöllun um þessa yfirlýsingu hefur Fergusson og teymi hans tekið fram, að í afstöðu APA væri gengið fram hjá mörgum grundvallarrannsóknum sem sýndu fram á, að fóstureyðingar væru skaðlegar og tækju einungis tillit til rannsókna að eigin vali sem væri afar ábótavant aðferðarfræðilega séð (serious methodological flaws).

Fergusson sagði við blaðamenn „að það jaðraði við hneyksli að læknisfræðileg aðgerð sem framkvæmd væri á einni af hverjum 10 konum væri svo illa rannsökuð og könnuð í deilunni um sálrænar afleiðingar fóstureyðinga.“

Í kjölfar umkvartana Fergussons um hið villandi val APA í yfirlýsingunni frá 2005, lét APA fjarlægja vefsíðuna af Internetinu. Enn má þó finna yfirlýsinguna á í skjalasafni vefsafns.

RANNSÓKNIN GÆTU HAFT DJÚPTÆK ÁHRIF Á LÆKNISFRÆÐINA, LAGAÁKVÆÐI OG STJÓRNMÁL

Viðbrögðin við birtingu Christchurch rannsóknarinnar hefur valdið pólitískum skjálfta í Bandaríkjunum. Rannsóknin var lögð fram sem opinber málsgögn þingsins í yfirheyrslu Samuels Alito hæstarréttardómara fyrir hæstarétti. Einnig hefur ein undirnefnda þingsins undir formennsku Mark Soundlers (R – Indiana) farið þess á leit við NIH (National Institute of Health) að gera grein fyrir afstöðu sinni, hvað varðar að samþykkja eða hafna niðurstöðum Fergussons.

Áhrifin sem skýrslan hefur haft í öðrum löndum er jafnvel enn meiri. Eftir því sem New Zealand Herald segir, þá gæti Christchurch rannsókin orðið þess valdandi, að læknar í Nýjasjálandi samþykktu mun færri fóstureyðingar. Um 98% fóstureyðinga í Nýjasjálandi eru framkvæmdar samkvæmt lögum sem heimila einungis að „áframhald meðgöngu feli í sér alvarlega lifshættu (ekki þá hættu sem eðlilega er samfara barnsfæðingu) eða fyrir sálræna eða geðræna heilsu konunnar eða stúlkunnar.“

Þeir læknar sem framkvæma fóstureyðingar í Bretlandi verða að horfast í augu við sama vandamálið. Kröfurnar til að réttlæta fóstureyðingar í Bretlandi eru jafnvel enn meiri. Læknum þar í landi er einungis heimilað að framkvæma fóstureyðingar þegar áhættan á líkamlegu eða sálrænu tjóni er „meiri þegar meðganga heldur áfram, en þegar hún er rofin.“

Samkvæmt rannsóknum Dr. David Reardon, en hann hefur gefið út meira en tólf skýrslur sem fjalla um áhrif fóstureyðinga á konur, þá bætist rannsókn Fergussons við vaxandi fjölda skýrslna sem leiða í ljós, að læknar í Nýjasjálandi, Bretlandi og annars staðar standa frammi fyrir lagalegum og siðrænum skyldum til að draga úr eða hafna fóstureyðingum alfarið.

„Rannsókn Fergussons undirstrikar þá staðreynd, að læknisfræði sem styðst við rannsóknarniðurstöður rennir ekki stoðum undir þá fullyrðingu, að fóstureyðing verndi konuna gegn „alvarlegri hættu gegn geðrænum kvillum,“ segir Reardon. „Þvert á móti gefa haldbærustu niðurstöður til kynna, að fóstureyðingar auki hættuna á geðrænum vandamálum. Læknar sem hafna þessum rannsóknum geta ekki lengur haldið því fram, að þeir starfi samkvæmt bestu samvisku og gætu þannig verðið að fremja refsivert athæfi.“

„Rannsóknarniðurstöður í Finnlandi og Bandaríkjunum hafa sannað án nokkurs vafa, að sú áhætta að konan deyi innan árs frá fóstureyðingu er mun hærri, en ef sú áhætta sem felst í því að leyfa meðgöngunni ljúki,“ segir Reardon, en hann stjórnar „Elliot Institute,“ rannsóknarmiðstöð sem staðsett er í Springfield, Illinois. „Þannig stenst ekki lengur sú kenning, að sú líkamlega áhætta sem tekin er við barnsfæðingu sé meiri en sú áhætta sem felst í fóstureyðingu. Þetta felur í sér að flestir þeir sem framkvæma fóstureyðingar verða að horfa til geðræns ávinnings til að réttlæta fóstureyðingar fremur en fæðingu.“

En nú hefur Reardon komist að þeirri niðurstöðu, að rökin fyrir því að mælt sé með fóstureyðingu standist ekki vísindaleg rök.

„Þessi Nýsjálenska rannsókn sem með nákvæmum samanburðarrannsóknum sínum útilokar aðrar skýringar, staðfestir nýlegar rannsóknir sem sýna fram á samband fóstureyðinga við háa tíðini innlagna á geðsjúkrahús, þunglyndi, almenn kvíðaköst, sjálfsmorðstilhneigingar, erfiðleika að munda tilifinningaleg bönd við börn sem koma í kjölfarið og svefnraskanir,“ sagði hann enn fremur. „Þetta hlýtur óhjákvæmilega að leiða til breytinga á þeirri meðferð sem konum stendur til boða við erfiða meðgöngu.“

[1]. David M. Fergusson, L. John Horwood, and Elizabeth M. Ridder, "Abortion in young women and subsequent mental health," Journal of Child Psychology and Psychiatry 47(1): 16-24, 2006. [Tengill]
[2]. Í reynd voru það einungis 25% meðlimanna sem stóðu að baki þessarar yfirlýsingar.

HEIMILDIR:

Tom Iggulden, "Abortion increases mental health risk: study" AM transcript. http://www.abc.net.au/am/content/2006/s1540914.htm

Nick Grimm "Higher risk of mental health problems after abortion: report" Australian Broadcasting Corporation. 03/01/2006 http://www.abc.net.au/7.30/content/2006/s1541543.htm

Ruth Hill, "Abortion Researcher Confounded by Study" New Zealand Herald 1/5/06, http://www.nzherald.co.nz

APA Briefing Paper on The Impact of Abortion on Women, http://web.archive.org of http://www.apa.org/ppo/issues/womenabortfacts.html [Tengill á eldri útgáfu síðunnar.]

Information on studies showing higher death rates after abortion: http://www.afterabortion.info/news/CDCdeathswrong.htm

ENSKU ÚTGÁFUNA MÁ FINNA Á: http://www.lifesite.net/ldn/2006/feb/060210a.html

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Hjartans þakkir fyrir þessa miklu heimildavinnu þína, Jón Rafn. Þú ert raunar svo afkastamikill og ég sjálfur svo upptekinn við margt, að maður kemst ekki yfir allt efni þitt jafnóðum. Geymi mér það að skoða þetta betur, en eins og gefur að skilja, kem ég alls ekki af fjöllum að lesa um þessar afleiðingar fósturdeyðinga – og á sjálfur margt um þetta mál.

11.04.06 @ 22:51