« Jóhannes XXIII páfi | Von um hjálpræði » |
Hvílíkur dagur!
……… Allir þeir sem skoða það sem gerðist síðustu klukkustundirnar sem Jesús lifði myndu telja að hann hefði upplifað "slæman" dag:
• Allt byrjaði það er Júdas yfirgaf síðustu kvöldmáltíðina til að svíkja hann - vissulega helsta hneyksli kristindómsins.
• Þrisvar leiddu sofandi lærisveinar hans hann hjá sér.
• Hann var tekinn til fanga og lærisveinarnir komu sér undan.
• Hann var ………
yfirheyrður, ranglega ákærður og dæmdur til dauða.
• Það var hrækt á Jesú og hann var sleginn.
• Pétur afneitaði honum þrisvar.
• Hann var reyndur af Pílatusi, og mannfjöldinn hafnaði honum.
• Hermennirnir hæddu hann og hýddu.
• Hann var neyddur til að bera krossinn í gegnum mannþröngina á götum Jerúsalem.
• Hann var sviptur klæðum sínum og krossfestur.
• Og að lokum var hann hæddur af þrem mismunandi hópum: þeim sem leið áttu hjá, leiðtogum gyðinga og hinum sem krossfestir voru með honum.
Hvílíkur dagur þetta var fyrir Jesú. Þegar við sjáum alla þjáninguna og eymdina verður okkur á að spyrja: Hvers vegna þurfti Jesús að þjást svona?
Svarið er að hann gerði þetta fyrir þig og mig - til að gjalda fyrir syndir okkar. Vegna kærleika hans til okkar gaf hann sig fullkomlega á vald föðurnum. Vegna kærleika tæmdi hann í botn bikar þjáningarinnar. Fyrir okkur.
Á föstudaginn langa sjáum við Jesú nakinn og yfirgefinn á krossinum. Það er nákvæmlega hér, fyrir framan krossinn á þessum degi að við sjáum hvernig við ættum að lifa og deyja:
• Annars vegar gefum við okkur Guði algjörlega á vald.
• Og hins vegar algjörlega óháð öllu og öllum.
Heilagur Jóhannes af Krossinum, segir allt sem segja þarf í þessari einföldu setningu: "Todo y Nada" sem þýðir "Allt og ekkert."
Ef við viljum finna Guð sem er allt, verðum við að koma allslaus til hans ………