« Allt ber að sjá í ljósi leyndardóma jóla og páskaAbba Móse var að rjúfa föstuna »

21.03.08

  07:42:35, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 554 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Föstudagurinn langi

Við höldum hátíðlega í dag þjáningar og dauði Jesú ……… á föstudaginn langa fyrir tvö þúsund árum.

Í guðþjónustunni í dag tökum við okkur tíma til að hugsa og biðja um hið saklausa lamb Guðs sem var fórnað vegna synda okkar. Saklausa lambið sem var drepið í staðinn fyrir syndugar geitur! Þetta er dagurinn sem við sýnum sérstaka virðingu fyrir krossinum og við biðjum fyrir öllum heiminum, vegna þess að Jesús dó á krossinum fyrir alla.

Föstudagurinn langi er dagur föstu og bindindis, dagur sem við verðum að gera iðrun. Hann er sérstakur dagur til bæna "Krossferillinn", bæn sem notar ………

……… myndirnar fjórtán hér á veggjunum í kirkjunni til þess að hugsa um Jesús.

Jesús hefur sýnt okkur að Guð er miskunnsamur kærleiki, „kærleiki sem teygir sig lágt til að safna okkur til sín“. „Hin eiginlegu einkenni kærleikans, er að hann teygir sig lágt ……… hann teygir sig jafnvel niður í tómið og tendrar það sem ekkert er“.

Jesús kom til þess að færa heiminum líf. Hann sagði: "Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð." (Jh 10. 10) Hann var ekki að tala um venjulegt, mannlegt líf, heldur eitthvað miklu háleitara - líf sem nær inn í eilífðina. Það er einmitt hið eilífa líf. Eins og heilagur Jóhannes orðar það: "Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." (Jh 3.16)

Þetta nýja líf öðlumst við með skírninni, þegar við "fæðumst að nýju." (Jh 3.3) Það styrkist með þjónustu kirkjunnar, og því er lifað í samfélagi kirkjunnar. Þess vegna tengdi Jesús það á sérstakan hátt við þýðingarmestu athöfn kirkjunnar, heilaga kvöldmáltíð. Hann segir okkur, að hann sjálfur sé "brauð lífsins"; ef við trúum á hann, höfum við "eilíft líf í okkur"; og "sá sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu." (Jh 6) Öll þessi ræða Jesú, sem hann flutti í Kapernaum, eins og raunar öll guðspjöllin, er þrungin loforði og von um líf um alla eilífð.

Þegar Jesús segir frá lífi eftir dauðann, getum við hlustað á hann með sannfæringu. Hann er maður, sem hefur snúið aftur frá dauðum. Postular hans, og hundruð annarra, hittu hann og ræddu við hann eftir að hann reis upp frá dauðum. Ef aðrir hefðu sagt okkur frá lífi eftir dauðann, hefðum við ef til vill ekki trúað þeim. Þeir kynnu að hafa verið blekktir eða jafnvel að hafa sagt ósatt. En Jesús, sem er sonur Guðs, gæti ekki blekkt okkur. Hann er sjálfur sannleikurinn. Við styrkjumst í trú okkar af kenningum kirkju þeirrar, sem Jesús stofnaði og nú er vernduð af og leiðbeint með anda Guðs. Vegna alls þessa erum við full vonar og trausts, og vitum það að Guð hefur búið þeim eilífan fögnuð sem elska hann.

No feedback yet