« Bæjarfulltrúi Samfylkingar í Árborg mótmælir staðsetningu kirkjuSaga og áhrif Jesúítareglunnar hér á landi »

10.02.13

  20:37:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 200 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Fastan

Föstuboð kirkjunnar

„Samkvæmt kirkjulögum er öllu rómversk-kaþólsku fólki frá 18 til 60 ára aldurs skylt að fasta á bindandi föstuboðsdögum. Sjúklingar eru undanþegnir föstu. Bindandi föstuboðsdagar eru öskudagur og föstudagurinn langi. Fasta er það þegar aðeins er neytt einnar fullkominnar máltíðar á dag. Þó er ekki bannað að neyta smávegis af fæðu tvisvar að auki.“

„Allir trúaðir sem náð hafa 14 ára aldri eiga að gera yfirbót alla föstudaga, einkum á lönguföstu. Velja má um eftirtaldar leiðir:

* Forðast neyslu kjöts eða annarrar fæðu.
* Forðast áfenga drykki, reykingar eða skemmtanir.

Gera sérstakt átak til að biðja:

* Með þátttöku í heilagri messu.
* Með tilbeiðslu hins alhelga altarissakramentis.
* Með þátttöku í krossferilsbænum á föstudögum í lönguföstu.

Fasta algjörlega oftar en skylt er og gefa fé það sem þannig sparast til þeirra sem þess þurfa.

Sýna sérstaka umhyggju þeim sem fátækir eru, sjúkir, aldraðir, farlama eða einmana.

Ef föstuboð er vanrækt einn föstudag er ekki litið á það sem synd. Þó ber að minna á að yfirbót er hluti af lífi kristinna manna og þeim ber skylda til að ástunda hana, ekki hvað síst á föstutímanum.“

Þetta er endurbirtur pistill frá því í febrúar 2007. Þá birtur undir fyrirsögninni Föstuboð.[2. birting 10.3.2011]
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið, nr. 2, 2007, bls. 18.[og blað nr. 1-2 2013 bls. 3]

No feedback yet