« Guðlastsákvæði íslenskra laga þarf að afnema sem fyrstKanada: Biskup handtekinn vegna barnakláms »

12.11.09

  19:30:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 118 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Texas: Forstöðukona hjá útibúi Planned Parenthood hættir

Catholic Online greinir frá því að stjórnandi útibús Planned Parenthood í Texas hafi sagt upp störfum eftir að hafa horft á sónarmynd af því þegar fóstur var deytt.

Forstöðukonan Abby Johnson hafði unnið hjá Planned Parenthood í átta ár og verið stjórnandi í tvö ár. Hún sagðist hafa byrjað að hafa efasemdir um starfsemi samtakanna í kjölfar þess að henni var sagt að reyna að fjölga fósturdeyðingum eftir að efnahagskreppan skall á. „Peningarnir voru ekki í fjölskylduáætlunum né forvörnum heldur í fósturdeyðingunum og ég var ekki sátt við það“ sagði Johnson.

Kristilegir hópar hafa undanfarin ár skipulagt 40 daga bænasamkomur í því skyni að draga úr fjölda fósturdeyðinga og hefur Johnson gengið til liðs við einn slíkan.

Heimild: http://www.catholic.org/national/national_story.php?id=34748

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér, Ragnar, fyrir að flytja okkur þessa ágætu frétt.
Já, baráttan stendur yfir, barátta fyrir lífinu og barátta um sálir mannanna.

12.11.09 @ 23:31