« Innri máttur hins nýja lífsBoðorð kirkjunnar »

28.04.08

  20:48:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 222 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Föðurhlutverk prestsins

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

"……… Presturinn er kallaður til að vera faðir. Hvað er faðir?

Faðir er maður sem Guð notar til að kveikja líf. Sú athöfn manns að kveikja líkamlegt líf er aðeins upphaf föðurhlutverksins. Að fæða barn inn í þennan heim er mjög lítill hluti þess en fullkomnun föðurhlutverksins verður aðeins að veruleika þegar faðirinn elskar, mótar, leiðréttir og leiðir börn sín. Faðir verður að vera viðstaddur og sýna börnum sínum blíðu og ástúð. Hann sér börnum sínum fyrir fæðu svo þau geti vaxið og orðið sterk. Hann aflar þeim menntunar. Hann kennir þeim að greina rétt frá röngu, þroskar með þeim siðferðisvitund, elur þau upp í kærleika og Guðsótta. Hann býr þau undir að búa í samfélaginu og heiminum þar sem þau munu seinna gera hið sama.

Þetta er hlutverk manns sem getur börn sín líkamlega og elskar þau síðan.

Sömu skyldur eru lagðar á herðar prestsins sem föður hinna trúuðu. Guð hefur valið prestinn sem andlegan föður. ………"

http://www.sisterbriege.com/

No feedback yet