« Átti Jesús bræður? | Fastan hefst á öskudag » |
Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að hin árlega föstusöfnun muni fara fram í öllum kaþólskum kirkjum og kapellum á Íslandi á pálmasunnudag, 28. mars nk. Að þessu sinni mun söfnunarféð renna til fórnarlamba jarðskjálftans mikla á Haítí.
Benedikt páfi XVI hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að Haítíbúum verði komið til hjálpar. Þeir sem vilja styðja þessa söfnun geta lagt inn á reikning Caritas á Íslandi: 513-14-202500, kennitala: 591289-1369.
RGB. Heimild: Kaþólska kirkjublaðið nr. 3, 2010 bls. 8.