« Nýr vefur Þorlákssóknar opnaðurSvarið við ágengri veraldarhyggju má ekki vera ágeng kristni »

10.03.11

  20:24:29, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 135 orð  
Flokkur: Hjálparstarf, Fasta og yfirbót, Fastan

Föstusöfnun 2011 til styrktar kristnum mönnum í Miðausturlöndum

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að föstusöfnunin 2011 renni til styrktar kristnum mönnum í Miðausturlöndum:

„Öll höfum við fylgst með hinum miklu umbrotum sem átt hafa sér stað undanfarið í Egyptalandi, Líbíu, Túnis og fleiri ríkjum í Miðausturlöndum. Kristnir menn eru sums staðar talsvert stór hluti íbúanna og eru koptar til að mynda um 10% af 83 milljónum íbúa Egyptalands. Á undanförnum 10 árum hefur hatursglæpum og árásum á kristna menn því miður fjölgað mikið í landinu og víðar á þessum slóðum og þeir eiga því talsvert undir högg að sækja. Við söfnum því handa kristnum mönnum í Miðausturlöndum í árlegri föstusöfnun okkar að þessu sinni. Á pálmasunnudag, 17. apríl 2011 geta þeir sem vilja gefið í föstusöfnun Kaþólsku kirkjunnar, eða lagt inn á reikning Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi: Íslandsbanki nr. 528-26-003144, kennitala 680169-4629. Kærar þakkir.“

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið 21. árg. 3. tbl. Mars 2011, bls. 3

No feedback yet