« Krefst páfinn tilbeiðslu allra manna?Líkami Padre Pio til sýnis »

03.05.08

  20:37:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 137 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Focolare hreyfingin telur nú 2 milljónir meðlima

Chiara Lubich

Focolare hreyfingin sem Chiara Lubich stofnaði telur nú um 2 milljónir meðlima í yfir 180 löndum. Þetta kemur fram á asianews.it.
Chiara Lubich fékk köllun sína vegna reynslu sem hún varð fyrir í síðari heimsstyrjöldinni og fljótlega myndaðist hreyfing í kringum hugmyndir hennar sem fengu kirkjulega viðurkenningu fyrst árið 1947.

Hún var af mörgum talin ein áhrifamesta konan innan kaþólsku kirkjunnar. Hér á landi byrjaði formleg starfsemi Focolare hreyfingarinnar á fyrri hluta tíunda áratugarins og meðlimir hreyfingarinnar hafa staðið fyrir trúarlegum samkomum og starfsemi af ýmsum toga auk þess að gefa út dreifirit til kynningar á samtökunum og hugmyndum þeirra. Chiara Lubich andaðist hinn 14. mars sl. 88 ára að aldri.

(Ljósmyndin af Chiara Lubich er fengin með tilvísun á www.asianews.it)

No feedback yet