« Bænin - úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm GuðsFóstureyðing »

05.05.08

  21:03:56, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 172 orð  
Flokkur: Líf bænarinnar

Fjölskyldubæn

Jóhannes Páll páfi hefur sagt:
"Sem foreldrar er það frumskylda ykkar og mesta gæfa að færa börnunum ykkar trúna, sem þið hafið tekið við. Heimilið á að vera fyrsti skóli trúarinnar, eins og það á að vera fyrsti skóla bænarinnar."

Páfinn hefur borið fram þá ósk, að
"sérhvert heimili megi stöðugt vera, eða verða aftur, samastaður daglegra fjölskyldubæna."

Þessi orð páfans eiga erindi til okkar. Við verðum að gera allt, sem við getum, til að miðla trú okkar til barnanna okkar. Við verðum að reyna að kenna börnunum viðhorfið sem birtist í orðum Jesú:

"Minn vilji er það að gera vilja Föður míns á himnum."

Við verðum að reyna að kenna börnunum að leita fyrst konungsríkis himnanna: að elska Guð Föður okkar, af öllu hjarta okkar, allri sálu okkar og öllum huga okkar. Við verðum að veita börnunum sterka andlega kjölfestu.

No feedback yet