« Af bergnumdu fólki - mennska, ómennska og tröllskapur | Viðræður kaþólskra og gyðinga í Jerúsalem » |
23.03.2007. AsiaNews.it. Jesúítinn Samir Khalil Samir hefur ritað sinn þriðja pistil um fjölhyggjuna og islam og birtist hann á AsiaNews.it í dag. Þar fjallar hann um aðlögun ýmissa Evrópulanda að islam. Í Bretlandi hafa múslimar farið fram á breytingar á breska skólakerfinu, m.a. að stúlkur fái frí í leikfimi. Ástæðan er sú að skv. sharia lögmáli múslima má ekki sjást í bert hold stúlkna og ekki er ætlast til að drengir og stúlkur hittist á almannafæri. Í sögu og trúfræðslu fara þeir fram á endurskoðun m.t.t. islamskra gilda. Sjá tengil: [1].