« HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS komið út í heild á Vefritum KarmelsÞjóðaratkvæðagreiðslan í Portúgal »

13.02.07

  10:26:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 140 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Fjöldi kaþólskra fer vaxandi í heiminum – nýjar tölur úr Árbók hins heilaga Sætis

VATÍKANIÐ, 12. febrúar 2007 (Zenit.org). – Fjöldi kaþólskra og presta í heiminum hefur aukist lítillega á síðustu 12 mánuðum samkvæmt Árbók Páfastóls fyrir árið 2007.

Samkvæmt Árbókinni er fjöldi kaþólskra nú einn milljarður og 115 milljónir í heiminum.

Fulltrúi Vatíkansins benti á að fjölgunin væri til samræmis við aukingu á heildaríbúafjölda jarðarinnar og þannig stöðug eða 17, 20%

Engu að síður er meiri vöxtur í sumum heimshlutum en öðrum. Í Afríku nam fjölgunin 3, 1%. Vaxtar hefur einnig gætt í Asíu og Ameríkunum og örlítils vaxtar gætt meðal kaþólskra í Evrópu (Vafalaust er hann einna mest á Íslandi s. l. 15 ár eða úr 3.000 í tæp 8.000). Í Árbókinni kemur fram að fjöldi sóknarpresta hafi vaxið úr 405. 891 í 406. 411.

No feedback yet