« Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (11) | Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (10) » |
Hvetur hina trúðu til að horfa til síðusársins á föstutímanum
VATÍKANIÐ, 25. febrúar 2007 (Zenit.org).– Benedikt XVI hvetur alla kristna menn til að sannreyna elsku Guðs með því að íhuga Krist krossfestan.
Þannig komst páfi að orði í dag, fyrsta sunnudaginn í föstu, áður en hann bað Englabænina ásamt mannfjöldanum sem safnast hafið saman á Péturstorginu. Hann greindi fólkinu frá einkunnarorðum þessarar föstu: „Þeir munu horfa til þess sem þeir gegnumstungu.“
Hinn heilagi Faðir sagði að orðin væru innblásin af píslarsögu Krists og dauða í frásögn Jóhannesar guðpjallamanns, eina postulans sem stóð við rætur krossins.
„Læisveinninn elskaði varð vitni að því ásamt Maríu, Móðir Jesú, og hinum konunum þegar spjótið stakkst í síðu Krists þannig að blóð og vatn kom út.“
Benedikt XVI sagði: „Þetta verk ókunns rómversks hermanns sem átti að falla í gleymsku greyptist í hjarta postulans sem greinir frá þessu í guðspjallinu. Hversu mörg afturhvörf hafa ekki átt sér stað í aldanna rás, einmitt vegna þess háleita boðskapar elskunnar sem sá verður aðnjótandi sem íhugar Jesú krossfestan!“
Páfi hvatti hina trúuðu til að ganga í gegnum þennan föstutíma og „mæna til síðusárs Jesú.“
ZE07022502/JRJ