« Fréttatilkynning frá LandakotsskólaOpið bréf til Innanríkisráðherra »

24.06.11

  13:13:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 58 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fimmtán rúður brotnar á heimili Biskupsins

Svo greinir Morgunblaðið frá sem og fréttastofa RÚV:

Fimmtán rúður voru brotnar í bústað kaþókska biskupsins í Landakoti í nótt. Lögreglan var kölluð á staðinn um tvöleytið og handtók karlmann á staðnum sem viðurkenndi verknaðinn.

Málið telst upplýst, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Fréttastofa RÚV greinir frá því að verknaðurinn tengdist umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot í Landakotsskóla.[1]

[1] http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/24/rudur_brotnar_i_biskupsbustad/

4 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér er saga Valgarðs Bragasonar á dv.is. Þar kemur eftirfarandi fram:

Ég bara sá þetta í blaðinu og missti mig alveg. Ég fattaði bara þegar ég las lýsingarnar að ég hafði lent í mjög svipuðu og sú sem sagði sögu sína í Fréttatímanum,“ segir Valgarður Bragason sem aðfaranótt síðastliðins föstudags braut 21 rúðu á skrifstofu kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu.[1]

[1] http://www.dv.is/frettir/2011/6/29/redst-kirkjuna-eftir-ad-fortidin-rifjadist-upp-fyrir-honum/

30.06.11 @ 16:58
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

En er þetta, að hann hafi “lent í mjög svipuðu og sú sem sagði sögu sína í Fréttatímanum,“ í samræmi við frásögn hans í þessu DV-tölublaði? Ég hef ekki lesið hana alla, en þar virtist aðalatriðið hjá honum vera, að hann hefði áttað sig á því eftir á (þ.e. nú nýlega), að þetta hefði verið að gerast, þ.e.a.s. þessi kynferðislega áníðsla við nokkra (a.m.k. þrjá) nemendur hefði verið skýringin á því, að iðulega voru vissir nemendur teknir út úr, ekki leyft að vera með hópnum eða kallaðir úr tíma til viðtals við skólastjóra.

Mér sýndist Valgarður ýja í viðtalinu að einhverju gagnvart sér (að sr. Georg hefði lyktað af honum), en ég tek fram, að ég á eftir að lesa það í heild.

30.06.11 @ 23:01
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón. Ég hef ekki heldur lesið viðtalið í heild.

NB: Það er líklega villa í innlegginu þínu frá 01.07.11 @ 01:01 : “Mér sýndist Ragnar ýja í viðtalinu að einhverju gagnvart sér” á væntanlega að vera: “Mér sýndist Valgarður ýja í viðtalinu að einhverju gagnvart sér”

Í dag birti DV frétt af manni sem var með uppsteyt við skírnarathöfn í Kristskirkju:

http://www.dv.is/frettir/2011/7/1/med-uppsteyt-vid-skirn/

01.07.11 @ 20:08
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér, Ragnar, þarna átti að standa Valgarður. Ég lagaði það, og orð okkar um þetta atriði (m.a. þetta innlegg mitt) mega þurrkast út.

02.07.11 @ 10:01