« Pakistan: Tveim stúlkum rænt og önnur þvinguð til trúskipta og giftingar | Allir skírðir eiga að ganga veg heilagleikans » |
Tíu manns gengu í pílagrímsgöngu Lífsverndar frá Maríukirkju í Breiðholti til Kristskirkju í Landakoti laugardaginn 16. ágúst sl. Tilgangur göngunnar var að biðja fyrir ófæddum börnum. Á leiðinni var rósakransbænin beðin. Gangan tók tæplega þrjá klukkutíma. Í Kristskirkju var sungin messa og blessaði kaþólski biskupinn fólkið í lok hennar. Lífsvernd hefur skipulagt svona göngur á hverju ári síðan 2004.