« Hvernig menn voru postularnir?Páskarnir eru hátíð gleðinnar »

01.05.06

  05:34:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 181 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyskir biskupar skrifa vefbækur

Nokkrir fillippseyskir biskupar halda úti vefbókum þar sem þeir færa inn hugleiðingar sínar. Mgr. Jose R. Manguiran, biskup í Dipolong heldur úti vefritinu „The Meaning“, „Viewpoints“ er dagbók mgr. Oscar V. Cruz, erkibiskups í Lingayen-Dagupan. „Tidbits“ heitir svo vefbók mgr. Leonardo Medroso, biskups í Borongan. Vefsíðu biskuparáðs Filippseyja má finna á vefslóðinni http://www.cbcponline.net/, en á þeirri síðu má m.a. finna hugleiðingar forseta ráðsins Angel N. Lagdameo erkibiskups í Jaro. Hann er einnig með vefbók á slóðinni http://abplagdameo.blogspot.com/. Fleiri biskupar eru einnig með vefbækur. Þar má nefna erkibiskupinn Orlando B. Quevedo, O.M.I. á vefslóðinni http://abpquevedo.blogspot.com/. Á slóðinni http://archbishopcapalla.blogspot.com/ má svo finna vefbók Capalla erkibiskups.

Cruz og Lagdameo erkibiskupar fjalla báðir um dag verkalýðsins, 1. maí í færslum dagsins og gærdagsins og sagði Lagdameo m.a. í sinni færslu, sem ber heitið „Capital and labour are interdependent“ að verkamenn á Filippseyjum fengju oft ekki að njóta erfiðis síns.

RGB/Heimildir:Asianews.it,CBCP Online.

No feedback yet