« BBC vinnur verðlaun fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættinaKaþólskur pakistani sætir pyntingum vegna meints guðlasts »

02.05.07

  20:30:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 128 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyskir biskupar biðja fyrir kosningum

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í fyrradag að biskuparáð kaþólskra biskupa Filippseyja hefði hvatt fólk til tíu daga bæna fyrir kosningum sem fram fara í landinu 14. þ.m. Mikið hefur verið um árásir á frambjóðendur í aðdraganda kosninganna og í síðustu viku lést borgarstjóri San Carlos í kjölfar árásar. Sjá nánar um málið hér: [1]. Í marsmánuði ásakaði Rosales erkibiskup í Manila bæði uppreisnarmenn kommúnista sem og stjórnarherinn um að bera ábyrgð á ofbeldinu. Sjá hér: [2]. Síðasta morðið var framið í dag þegar frambjóðandi í Santa Fè var skotinn til bana af tveim byssumönnum. Tala látinna frambjóðenda er því komin í 26 [3]. Þetta er þó heldur minna en tala fallinna í forsetakosningunum 2004 en þá féllu 148.

No feedback yet