« Bragi - Óðfræðivefur - merkilegt framtak til miðlunar menningararfsinsUm friðarboðskap kristninnar 6. hluti: Gullna reglan »

28.01.08

  18:40:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyjar: 20 biskupar hitta stjórnina til að ræða vanda fátækra

Vefsetrið Asianews.it greinir frá því að 20 biskupar á Filippseyjum hafi fundað með leiðtogum landsins í forsetahöllinni til að ræða áhyggjur þeirra fyrrnefndu af vaxandi bili milli ríkra og fátækra í landinu. Um 10% þjóðarinnar ná að taka til sín meira en þriðjung þjóðarteknanna á meðan um 60% draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Meðaltekjur fjölskyldu á Filippseyjum eru núna um 12 dollarar á dag og fáar fjölskyldur ná að leggja nokkuð fyrir.

Sjá: http://www.asianews.it/index.php?l=en&art=11342&geo=39&size=A

No feedback yet