« Indónesía: Kaþólskum presti rænt og honum misþyrmtIndónesía: Þúsundir kristinna mótmæla sharia »

11.08.08

  15:45:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyjar: Uppreisnarmenn múslima hertaka kristin þorp

Asianews.it - Filippseyjar. Meira en 800 skæruliðar Moro frelsishers islam (MILF) hafa hertekið 15 þorp kristinna í Norður-Cotabato héraði á Mindanao, stærstu eyju Filippseyja. Stjórnarher Filippseyja hefur hafið gagnárás á skæruliðana. Um 20 manns eru fallnir og meira en 130 þús. eru á flótta bæði kristnir og múslimar. Rauði krossinn hefur hafið sendingar á lyfjum, mat og drykkjarvatni til svæðisins. [Tengill] Nýlega hafnaði hæstiréttur Filippseyja samkomulagi sem stjórn Filippseyja gerði við skæruliðasamtökin. Ágreiningur er því um landamæri sjálfsstjórnarsvæðis múslima. Biskupar kaþólsku kirkjunnar hafa gagnrýnt að efni samkomulagsdraganna skyldi ekki hafa verið birt almenningi.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú hafa trúarleiðtogar múslima og kaþólsku kirkjunnar skorað á deiluaðila að hefja samningaviðræður að nýju. Sjá hér: [Tengill].

12.08.08 @ 17:49
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú voru að berast fréttir um að forsetinn hefði fyrirskipað stjórnarherfnum að hætta hernaðaraðgerðum gegn MILF. Talið er að um 200.000 manns dvelji í flóttamannabúðum og vonir standa til að þeir geti snúið til síns heima. Biskuparáð Filippseyja hefur átalið deiluaðila og fordæmt ofbeldi. Sjá hér: http://new.asianews.it/index.php?l=en&art=15875

25.07.09 @ 21:23