« "Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama? | Að taka afstöðu » |
Drottinn Guð,
vernda þú líf mitt og limi á þessu ferðalagi
og lát mig ná áfangastað mínum heilu og höldnu.
Gjör þú ferðina góða og farsæla.
Lát mig gæta tungu minnar,
varast ölvun
og vera hjálpsamur,
ef aðrir þurfa á hjálp minni að halda.
Blessa þú mig, Drottinn Jesús,
og vernda mig frá skyndilegum dauða.
Blessaður veri Guð um aldir. Amen.