« Hinar þrjár freistingar Krists í eyðimörkinniÖskudagur - öskudagsmessa og öskukross »

07.02.08

  18:36:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 276 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Fastan

Fastan - hin andlega eyðimerkurferð

Sá bankareikningur sem einungis er tekið út af tæmist að lokum. Sú veisla sem engan enda tekur verður á endanum óbærileg. Við höldum upp á bolludag og troðum okkur út af bollum og svo á eftir kemur sprengidagur og þá borðum við eins mikið af kjöti og við getum. En hvað svo? Jú síðar koma páskarnir og þá er hægt að láta eins mikið af súkkulaði í sig og maginn leyfir en hvað svo. Jú svo kemur hvítasunnan, og svo verslunarmannahelgin og svo aftur jólin. Vissulega eru þessi veisluhöld sjálfsögð og góð og þau eiga sinn tíma. En það á líka fastan.

Fastan er sá hluti okkar andlegu arfleifðar sem á að innræta fólki hófstillingu og sjálfsafneitun. En svo virðist sem hægt og sígandi sé verið að dauðhreinsa þá þætti í burtu úr menningunni. En hverjum líður vel í dauðhreinsuðu umhverfi til lengdar?

Ætli þeir séu margir landar okkar sem hafa upplifað það að finna ilminn af páskasteikinni eftir að hafa fastað á kjöt og sælgæti og neytt matar í hófi í 40 daga? Þeir eru trúlega ekki margir. Við setjum lífsþægindin og hin efnislegu verðmæti í öndvegi, allt að því á stall svo að óhóf verður áberandi. En hver er fórnarkostnaðurinn við slíkt líf. Er það hamingjuríkt? Þessum spurningum verður hver að svara fyrir sig en að lokum getum við fylgst með prýðilegri föstuhugleiðingu Rigali kardínála erkibiskups í Philadelphia á þessu YouTube myndskeiði.

[cvideotube=bF93J9NoAzY]

No feedback yet