« Manngerðirnar þrjárDe sancta cruce (Um helgan kross) »

03.03.06

  08:06:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 194 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Fasta

Heilagt guðspjall föstudagsins 3. mars er úr hl. Matteus 9. 14-15:

Þá komu til hans lærisveinar Jóhannesar og segja: „Hví föstum vér og farísear, en þínir lærisveinar fasta ekki?“ Jesús svaraði þeim: „Hvort geta brúðkaupsgestir verið hryggir, meðan brúðguminn er hjá þeim? En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn. Þá munu þeir fasta.

Enn að nýju skulum við hlusta á boðskap okkar heilögu feðra úr íslensku fornkirkjunni:

Þá helgum vér föstu óra, ef vér látum henni fylgja miskunnsemi við þurfamenn og gjörum sjálfir iðrun fyr það, er vér höfum illa gjört. En þá tæir oss iðrun synda vorra, ef aflát og yfirbót fylgir, svo sem Davíð sálmaskáld mælir: „Snúst þú frá illu“ kvað hann, „og gjör gott.“

Það er oss öllum bráðst að snúast frá inu illa og hverfa eigi aftur til þess. En þó má eigi það eitt að gnógu þörf vinna, nema vér gerim in góðu verk til yfirbótarinnar. [1]

Hómilíubók, bls. 159.

No feedback yet