« 8 læknasamtök viðurkenna samband á milli fóstureyðinga og brjóstakrabbameinsGuðspjall Júdasar »

09.04.06

  05:53:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 451 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Fáið Guð til að brosa á himnum – eftir Jerry M. Orbos, SVD, regluprest á Filippseyjunum

Snemma í morgunn barst mér í hendur hugleiðing eftir einn vina minna á Filippseyjunum. Okkur er öllum hollt að íhuga hana í upphafi kyrruvikunnar. Hér kemur úrdráttur úr henni:

Ertuð þið tilbúin að sjá af „asna“ ykkar vegna þess að Drottinn þarfnast hans? Ritningarlestur dagsins minnir okkur á að við eigum öll okkar asna sem Drottinn þarfnast. Tími okkar, hæfileikar og það sem er okkur dýrmætt eru asnar sem Drottinn biður okkur um að sleppa hendinni af sökum sín. En iðulega leggjum við ekki við hlustir sökum eigingirni okkar og græðgi eða einfaldlega neitum beiðni hans. Öll eigum við okkar eiginn „asna“ . . . eitthvað eða einhvern sem gæti borið Jesú á bakinu eins og asninn á þessum fyrsta Pálmasunnudag. Í þessari kyrruviku skuluð þið spyrja sjálf ykkur að því, hversu asnarnir eru margir í ykkar eigin lífi sem Drottinn gæti notað. Ef þið sleppið ekki hendinni af þeim, gætu þeir orðið ykkur til byrði.
 
• • •
 
Fólk sem getur ekki sleppt hendinni af ösnum sínum endar sem apar. Þetta er fólk sem ver öllu lífi sínu til að dýrka bíla sína, hús, óviðurkvæmileg kynferðissambönd eða hvað sem það svo er. Rétt eins og aparnir vill það ekki sjá af neinu af því sem það hefur fest hendur á. Vakið og biðjið, einkum í þessari kyrruviku, svo að þið ummyndist ekki sjálf í apa vegna þess að þið getið ekki séð af ösnum ykkar.
 
• • •

Það er ekki neinn skortur á ösnum á Filippseyjunum! Já, hversu fagurmæltir eru þeir ekki, jafnvel með fullan munninn. Og þeir halda áfram að hrifsa til sín og sanka að sér, þó að hendur þeirra séu fullar. Ég vildi óska þess að apaernirnir á Filippseyjunum væru fleiri svo að þeir gætu etið og upprætt apana í háu embættunum svo að þjóð okkar gæti í raun og veru öðlast frelsi. Vitið þið hvað það er sem gerir þetta ástand enn verra? Þessir apar sem ráða og ríkja vilja breyta okkur sjálfum í apa!

• • •
 
Gerið eitthvað sérstakt í þessari kyrruviku til að auðsýna Guði þakklætisvott fyrir elsku hans og miskunn. Farið og skriftið, verjið tímanum í þögla bæn, heimsækið þá sjúku, gefið ölmusu, sleppið hendinni af ösnum ykkar, hafnið öllu. Gerið þetta vegna þess að það er þetta sem Drottinn biður ykkur um að gera. Þegar til alls kemur er það ykkar eigin elska og fórnarlund sem færir ykkur frelsið í hendur. Verið góð við hvert annað . . . fórnið og elskið. Fáið Guð til að brosa á himnum.

No feedback yet