« Sumartónleikar í Dómkirkjunni Landakoti í júlí og ágústBenedikt páfi: „Efnahagslífið ætti að taka tillit til almannaheilla“ »

07.07.10

  06:50:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 140 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Trúarleg tónlist og textar

„Fagur er söngur í himnahöll“

„Forfeður vorir, einkum lærðu mennirnir, höfðu hinar mestu mætur á söng og hljóðfæraleik; sjest það meðal annars á því að þar sem fornritin minnast á sælu annars lífs í himnaríki, láta þau hana einkum vera fólgna í því, að hlusta á sætan englasöng og allskonar fagurlega leikin hljóðfæri.

Skulu að eins nefnd þessi tvö dæmi. Í Duggáls leiðslu stendur svo: „Í þessum búðum (þ.e himnaríki) gengu þjótandi með margs konar hljóðum allskonar strengleikar, hörpur, gígjur, simphonina, organa, salterium, pípur með hinum sætustu hljóðum“, og auðvitað allt „án manna höndum“. Í öðru lagi má nefna gamalt morgunvers frá katólskri tíð, sem hljóðar svo:

Fagur er söngur í himnahöll,
þá heilagir englar syngja;
skjálfa mun þá veröldin öll,
er dómklukkurnar klingja.
Jungfrú María, rjóðust rós
hlífi og skýli oss frá öllu meini og grandi.“

Úr inngangi að Þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar. Bls. 32.

No feedback yet