« Ritningarlestrar og kirkjuhátíðir 20.-26. jan.Prédikun séra Jakobs Rollands í útvarpsmessu 30. des. 2012 »

08.01.13

  18:24:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 132 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fagráð Kaþólsku kirkjunnar innkallar kröfur vegna kynferðisbrota

Fagráð Kaþólsku kirkjunnar um kynferðisbrot birti í dag tilkynningu á heimasíðu sinni catholica.is, í Fréttablaðinu og í Morgunblaðinu þar sem kröfur eða kvartanir vegna kynferðisbrota eru innkallaðar. Í tilkynningunni kemur eftirfarandi fram:

Með birtingu á innköllun þessari er þeim, sem telja sig eiga kröfu eða vilja leggja fram kvörtun á hendur kaþólsku kirkjunni á Íslandi vegna hvers kyns ofbeldis eða misgjörða af hálfu kirkjunnar, hér með gefinn kostur á að lýsa þeim misgjörðum fyrir fagráði kirkjunnar og eftir atvikum gera kröfu vegna þessa.

Frestur til að senda inn erindi er gefinn til og með 15. mars 2013. Í tilkynningunni kemur fram að stefnt er að því að fagráð ljúki sínum störfum með því að veita álit sitt í hverju og einu máli fyrir 1. júní 2013.

Texti tilkynningarinnar: http://www.kirkju.net/media/INNKOLLUN.pdf
Tengill á kröfuform á docx sniði: http://www.kirkju.net/media/KROFUFORM.docx

No feedback yet