« Liturinn á skrúðanumHvernig hefur Guð látið menn vita að hann væri til? »

04.05.06

  20:34:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 113 orð  
Flokkur: Bænir

Fagna þú, drottning himinsins, allelúja.

Fagna þú, drottning himinsins, allelúja.
Því að hann, sem þér veittist sú náð að ganga með, allelúja.
Hann er upprisinn, svo sem hann sagði, allelúja.
Bið þú Guð fyrir oss, allelúja.
Fagna þú og gleðst, heilaga María mey, allelúja.
Því að Drottinn er vissulega upprisinn, allelúja.

Látum oss biðja: Guð, þú sem af miskunn þinni hefur látið upprisu Sonar þíns, Drottins vors Jesú Krists verða heiminum til fagnaðar, unn oss þeirra náðar, að við sakir fyrirbæna hinnar heilögu meyjar, Móður hans, fáum að njóta fagnaðar eilífa lífsins. Fyrir hinn sama Krist, Drottin vorn. Amen.

No feedback yet